10. fundur 23. maí 2023 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir formaður
  • Magnús Sigurjónsson ritari
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varaformaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
  • Jenný Lind Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Anna Margrét Arnardóttir
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Lára Dagný Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Sigríður Aadnegard leikskólastjóri
  • Auður Ingimundardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Kynningarbréf fagháskólanám HÍ og HA

2304006

Fagháskólanám í leikskólafræði. Kynning frá Háskólanum á Akureyri
Alda Stefánsdóttir, verkefnisstýra fagháskólanáms við Kennaradeild HA og Rannveig Oddsdóttir lektor við Kennaradeild HA mættu til fundarins á Teams. Þær kynntu fyrirhugaða námslínu sem ætlað er að efla fagmenntun í leikskólum með því að fjölga kennurum og að efla innra starf í leikskólum með því að tvinna saman nám og starf. Námslínan verður skipulögð sem fjarnám á vinnutíma auk kennslulota á Akureyri. Þátttaka starfsfólks Leikskóla Húnabyggðar er því háð samþykki stjórnenda leikskóla og sveitarstjórnar. A.m.k. tveir núverandi starfsmenn Leikskóla Húnabyggðar hafa lýst áhuga á að taka þátt í náminu. Fræðslunefnd telur málið þarft og líklegt til að efla mannauð leikskólans. Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að hún gefi starfsfólki leikskólans færi á að taka þátt í umræddu námi.

2.Leikskóli Húnabyggðar

2209018

Undirbúningur nýbyggingar leikskóla
Á 15. fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar þann 14. febrúar var skipaður starfshópur, undir forystu sveitarstjóra, sem falið var að koma með tillögu að framtíðarskipulagi húsnæðismála leikskóla. Í hópnum eru auk sveitarstjóra, Sigríður B. Aadnegard leikskólastjóri, Elín Aradóttir fyrir hönd fræðslunefndar, Zophonías Ari Lárusson fyrir hönd skipulags- og bygginganefndar og Elvar I. Jóhannesson fyrir hönd Foreldrafélags leikskóla.
Sveitarstjóri greindi frá vinnu hópsins, sem hefur hist reglulega á undanförnum mánuðum. Hópurinn vinnur nú að hugmyndum um byggingu nýs leikskólahúsnæðis við hlið núverandi lóðar Barnabæjar, en með þeirri byggingu og nýtingu eldra húsnæðis verður hægt að hýsa alla nemendur leikskólans á einum stað. Verið er að skoða byggingu einingahúss í samstarfi við Terra, en hluti hópsins heimsótti í apríl leikskólann Mánahvol í Garðabæ sem byggður var 2022 með sama hætti. Unnið er að þarfagreiningu vegna útfærslu byggingarinnar og einnig hafa verið grafnar prufuholur á skólalóðinni til undirbúnings jarðvegsskipta fyrir grunn. Hópurinn stefnir að því að skila af sér sinni vinnu fyrir sumarleyfi, en ákvörðun um framkvæmdir og tímaramma verður á höndum sveitarstjórnar.

3.Leikskóli Húnabyggðar

2209018

Skipulag leikskólastarfs 2023-2024
Sigríður leikskólastjóri greindi frá áformum um skipulag starfsstöðva leikskólans á næsta skólaári. Leikskólinn verður líkt og á yfirstandandi skólaári rekinn á þremur stöðum, þ.e. 4 deildir á Barnabæ á Blönduósi, ein deild (Stóri-Fjallabær) verður áfram á efri hæð íþróttamiðstöðvar og ein deild á Vallabóli á Húnavöllum. Nemendur á Vallabóli verða nokkru færri en á núverandi skólaári, en nemendur á Stóra Fjallabæ nokkru fleiri. Gerðar verða ákveðnar skipulagsbreytingar á starfsstöðvum skólans á Blönduósi til að koma í veg fyrir að biðlistar myndist á komandi vetri.
Ráðningar vegna sumarafleysinga ganga nokkuð vel. Einhverjar breytingar á starfsmannahópnum, sem er í föstu starfi eru fyrirsjáanlegar, en verið er að vinna í ráðningarmálum til að tryggja að leikskólinn verði fullmannaður að sumarlokun liðinni.

Búið er að auglýsa þær deildarstjórastöður sem ekki eru mannaðar starfsmanni með kennsluréttindi.

Unnið er að úrbótum á aðgengismálum á Stóra-Fjallabæ og verður nauðsynlegum framkvæmdum á þeim vettvangi lokið fyrir opnun eftir sumarfrí.

4.Skóladagatöl grunn- og leikskóla Húnabyggðar 2023-2024

2303039

Skóladagatal Leikskóla Húnabyggðar
Sigríður leikskólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali skólaársins 2023-2024.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Húnaskóla 2023-2024.

5.Reglur um styrki vegna aksturs leikskólabarna

2209012

Reglur um styrki vegna aksturs leikskólabarna fyrir skólaárið 2023-2024
Elín Aradóttir lagði fram tillögu að breytingu á reglum um styrki vegna aksturs leikskólabarna, þ.e. að aftast í fyrstu grein reglanna (gildissvið) bætist eftirfarandi texti:

„Heimilt er að víkja frá ákvæði þessu ef nemandi á þess ekki kost að sækja þá leikskólastarfsstöð sem er næst lögheimili hans vegna aðstæðna á starfsstöðvum leikskóla, t.d. vegna plássleysis eða manneklu. Ef foreldri óskar þess að barn sæki þá starfsstöð sem er fjær lögheimili skal þó miða útreikninga við þá starfsstöð sem um stystan veg er að fara.“

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd leggur því til við sveitarstjórn að fyrstu grein reglna um styrki vegna aksturs leikskólabarna verði breytt í samræmi við tillögu fræðslunefndar.
Fræðslunefnd beinir því jafnframt til sveitarstjórnar að uppfæra kílómetragjöld sem miðað er við í útreikningi styrkupphæða.

6.Bréf

2305033

Bréf frá Mörtu Karen Vilbergsdóttur og Arnóri Guðjónssyni sem barst Fræðslunefnd er varðar leikskólamál
Jenný Lind vék af fundi undir þessum lið.
Umræður urðu bréfið. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður fundarins.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?