8. fundur 27. mars 2023 kl. 15:00 - 17:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir formaður
  • Magnús Sigurjónsson ritari
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varaformaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
  • Anna Margrét Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri
  • Ragnheiður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Sigríður Aadnegard leikskólastjóri
  • Elín Ósk Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Foreldrafélag Húnaskóla - Erindi

2303038

Erindi frá Foreldrafélagi Húnaskóla
Elín Ósk formaður foreldrafélags Húnaskóla fór yfir fyrirspurnir frá foreldrum, þessir punktar voru allir ræddir en vísað til skólastjóra sem mun taka saman helstu upplýsingar og skila á næsta fundi nefndarinnar.

2.Tilhögun skólamáltíða

2303014

Mötuneyti grunn- og leikskóla
EA fór yfir stöðu mála, sveitarstjórn hefur tekið þá ákvörðun að hefja rekstur mötuneytis sbr. bókun sveitarstjórnar frá 14. mars. sl.

3.Skólaakstur útboð

2302024

Skólaakstur
MS fór yfir stöðu mála, nýjar akstursreglur eru á lokametrum, akstursleiðir eru tilbúnar og vinna við útboðslýsingu stendur yfir.

4.Skóladagatal grunn- og leikskóla 2023-2024

2207033

Skóladagatal grunn- og leikskóla 2023-2024
Þórhalla og Sigríður fóru yfir hugmyndir varðandi skóladagatal næsta skólaárs, samþætta á fleiri daga t.d skipulagsdaga. Fræðslunefnd fagnar því að meiri samvinna við skóladagatöl skólanna sé höfð að leiðarljósi.

Fulltrúar grunnskólans véku af fundi 16:05

5.Skóladagatal leikskóla Húnabyggðar 2022-2023 - Breyting

2303040

Breyting á skóladagatali leikskóla Húnabyggðar 2022-2023
Leikskólastjóri óskar eftir breytingu á skipulagsdegi á skóladagatali leikskólans 2022-2023.
Skipulagsdagur 21.apríl verði frestað til mánaðamóta maí/júní. Leikskólastjóri muni auglýsa nýja dagsetningu eins fljótt og kostur er.

Samþykkt samhljóða

6.Stöðuyfirlit frá leikskólastjóra

2303041

Stöðuyfirlit frá leikskólastjóra
Húsnæði leikskólans: Staða mála varðandi húsnæði leikskólans. Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði leikskólans hefur hafið störf.
Biðlisti: Eitt barna á biðlista, óskað hefur verðið eftir flutningi fimm barna frá Vallabóli á Barnabæ í haust. Eins og staðan er í dag munu verða 8-10 börn á Vallabóli næsta haust.
Umbótaáætlun vegna Barnabæjar: Umbótaáætlun hefur verið í vinnslu frá því að niðurstöður ytra mats voru birtar. Þar sem leikskólinn Barnabær er ekki lengur til í þeirri mynd sem var þegar matið var gert hefur leikskólastjóri óskað eftir því við Menntamálastofnun að þessi umbótaáætlun verði felld niður. Fallist hefur verið á það en leikskólastjóri og fræðslustjóri munu vinna nýja áætlun fyrir nýjan leikskóla með hliðsjón af umbótaáætlun Barnabæjar. Einnig er verið að skoða matskerfið „Hversu góður er leikskólinn okkar“ sem er skoskt matskerfi sem starfsmenn Fræðsluþjónustu Skagafjarðar hafa þýtt. Matskerfið á að hjálpa starfsfólki leikskóla að meta gæði uppeldis- og menntastarfsins, samskipta starfsfólks, foreldrasamstarfs og stjórnunar. Gert er ráð fyrir að hver þáttur sé metinn á a.m.k. þriggja ára fresti. Verið er að leggja könnun fyrir starfsmenn í gegnum Skólapúlsinn og lýkur henni um mánaðarmótin. Foreldrakönnun verður lögð fyrir á næsta ári.
Á skipulagsdeginum 6. mars sátu starfsmenn námskeið í tákn með tali. Þórunn Ragnarsdóttir mun halda utan um innleiðingu á því efni.
Foreldraviðtöl: Deildarstjórar hafa verið að taka viðtöl við foreldra nú í mars.
Laus störf: Búið er að auglýsa þær stöður sem lausar eru og verða.


Fræðslunefnd þakkar Sigríði fyrir stöðuyfirlit leikskólamála.

7.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Tvö mál voru rædd undir þessum lið.

1)Fræðslunefnd vill ítreka það við sveitarstjórn að hrinda í framkvæmd boðuðum og samþykktum áætlunum um sjö tíma vinnudag leikskólastarfsmanna. Ljóst er að framkvæmdin hefur dregist úr hófi og nauðsynlegt að bæta úr því hið fyrsta.

2)Fræðslunefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglum um styrki til akstur leikskólabarna í Húnabyggð.

1.grein Gildissvið - Verði svohljóðandi:

Úthlutunarreglur þessar gilda um styrki vegna aksturs barna til vistunar í leikskóla í Húnabyggð. Börnin skulu eiga í lögheimili í Húnabyggð. Styrkirnir taka til aksturs nemenda frá innritun og þar til þeir hefja síðasta skólaár í leikskóla, enda eiga nemendur í elsta árgangi rétt á skólaakstri á vegum sveitarfélagsins til og frá skóla. Sjá einnig 3. gr. um lágmarksvegalengd skólasóknar nemenda. Miða skal greiðslur við vegalengd frá heimili til þeirrar skólastarfstöðvar sem um stystan veg er að fara.

4.grein Útfærsla
Síðasta málsgrein verði svohljóðandi:
Sækja skal um á þar til gerðu umsóknarformi á heimasíðu sveitarfélagsins. Skrifstofa sveitarfélagsins leitar staðfestingar leikskólastjóra á mætingu nemenda.

Fræðslunefnd samþykkir ofangreindar breytingatillögur samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar







Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?