Dagskrá
1.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Fréttir af daglegu starfi
Kristín Birgisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri fór yfir nokkra punkta er varðar daglegt starf leikskólans, áherslu á málörvun, biðlista, akstursstyrki. Stefnt er á að klára innleiðingu á styttri vinnutíma eins fljótt og kostur er.
2.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Framtíðarskipulag húsnæðis
Starfsemi Leikskóla Húnabyggðar fer í dag fram á þremur starfsstöðvum, þ.e. á Barnabæ, Stóra Fjallabæ (íþróttahús) og Vallabóli. Húsnæði Barnabæjar þarfnast umtalsverðra endurbóta, auk þess sem húsnæðið rúmar ekki nægjanlegan nemendafjölda.
Fræðslunefnd telur brýnt að hefjast handa við mótun framtíðarsýnar fyrir uppbyggingu húsnæðis leikskóla sem hafi þann útgangspunkt að koma starfseminni á einn stað eins fljótt og kostur er.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur, undir forystu sveitarstjóra, sem falið verði að koma með tillögu að framtíðarskipulagi húsnæðismála leikskóla. Unnin verði þarfagreining, greindir verði valkostir fyrir staðsetningu og byggingarmáta og skoðaðar fjármögnunarleiðir.
Auk sveitarstjóra verði hópurinn skipaður fulltrúa frá fræðslunefnd,fulltrúa byggðarráðs, fulltrúa frá skipulags- og byggingarnefnd, leikskólastjóra og fulltrúa foreldra. Lögð verði rík áhersla á samráð við alla hlutaðeigandi hagsmunaaðila.
Hópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. september 2023.
Fræðslunefnd telur brýnt að hefjast handa við mótun framtíðarsýnar fyrir uppbyggingu húsnæðis leikskóla sem hafi þann útgangspunkt að koma starfseminni á einn stað eins fljótt og kostur er.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur, undir forystu sveitarstjóra, sem falið verði að koma með tillögu að framtíðarskipulagi húsnæðismála leikskóla. Unnin verði þarfagreining, greindir verði valkostir fyrir staðsetningu og byggingarmáta og skoðaðar fjármögnunarleiðir.
Auk sveitarstjóra verði hópurinn skipaður fulltrúa frá fræðslunefnd,fulltrúa byggðarráðs, fulltrúa frá skipulags- og byggingarnefnd, leikskólastjóra og fulltrúa foreldra. Lögð verði rík áhersla á samráð við alla hlutaðeigandi hagsmunaaðila.
Hópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. september 2023.
3.Fræðslunefnd - Fastur fundartími
2302023
Ákvörðun um fastan fundartíma
Ákveðið að hafa fastan fundartíma fræðslunefndar annan mánudag í mánuði klukkan 15:00
4.Skólaakstur útboð
2302024
Undirbúningur útboðs á skólaakstri
Þórhalla, Anna Margret og Kristín Jóna mættu á fundinn 15:45
Samningar Húnabyggðar við verktaka um skólaaksturs rennur út við lok skólaárs 2022-2023. Fræðslunefnd telur brýnt að hefja sem fyrst undirbúning útboðs skólaaksturs til að lágmarki næstu þriggja ára. Samhliða þarf að uppfæra reglur sveitarfélagsins um skólaakstur (skv. 3. grein reglugerðar 656/2009).
Skólaakstur verði skipulagður í samræmi við þarfir grunnskólnemenda með hliðsjón af öryggi þeirra, velferð og umhverfisaðstæðum. Einnig verði gert ráð fyrir að elsta árgangi leikskólanemenda verði tryggt aðgengi að skólaakstri. Að öðru leiti taki útfærsla skólaaksturs mið af reglugerð 656/2009.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að hefja vinnu við skilgreiningu akstursleiða í samráði við grunnskólastjóra og fræðslunefnd. Jafnframt verði skoðuð nýleg fordæmi frá öðrum sveitarfélögum við útfærslu útboðsins. Fræðslunefnd leggur til að leitað verði til Ríkiskaupa um framkvæmd útboðsins.
Samningar Húnabyggðar við verktaka um skólaaksturs rennur út við lok skólaárs 2022-2023. Fræðslunefnd telur brýnt að hefja sem fyrst undirbúning útboðs skólaaksturs til að lágmarki næstu þriggja ára. Samhliða þarf að uppfæra reglur sveitarfélagsins um skólaakstur (skv. 3. grein reglugerðar 656/2009).
Skólaakstur verði skipulagður í samræmi við þarfir grunnskólnemenda með hliðsjón af öryggi þeirra, velferð og umhverfisaðstæðum. Einnig verði gert ráð fyrir að elsta árgangi leikskólanemenda verði tryggt aðgengi að skólaakstri. Að öðru leiti taki útfærsla skólaaksturs mið af reglugerð 656/2009.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að hefja vinnu við skilgreiningu akstursleiða í samráði við grunnskólastjóra og fræðslunefnd. Jafnframt verði skoðuð nýleg fordæmi frá öðrum sveitarfélögum við útfærslu útboðsins. Fræðslunefnd leggur til að leitað verði til Ríkiskaupa um framkvæmd útboðsins.
5.Mötuneytisþjónusta grunn- og leikskóla 2023-2024
2302025
Fyrirkomulag mötuneytisþjónustu í grunn- og leikskóla
Samningar Húnabyggðar við verktaka um mötuneytisþjónustu rennur út við lok skólaárs 2022-2023. Fræðslunefnd telur brýnt að taka ákvörðun sem fyrst um fyrirkomulag mötuneytisþjónustu fyrir næsta skólaár.
Formaður fræðslunefndar lagði fram minnisblað með samantekt um fyrirkomulag mötuneytisþjónustu á líðandi skólaári, nokkra valkosti til framtíðar sem og helstu athugunarefni við ákvarðanatöku.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra, í samráði við skólastjórnendur leik- og grunnskóla og fræðslunefnd, verði falið að leggja mat á valkostina (sbr. efni minnisblaðs). Skoðaðir verði kostir og gallar hvers fyrirkomulags, fjárfestinga og mannaflaþörf. Æskilegt væri að matið verði lagt fyrir á næsta fræðslunefndarfundi.
Kristín og Lára Dagný véku af fundi 16:36
Formaður fræðslunefndar lagði fram minnisblað með samantekt um fyrirkomulag mötuneytisþjónustu á líðandi skólaári, nokkra valkosti til framtíðar sem og helstu athugunarefni við ákvarðanatöku.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra, í samráði við skólastjórnendur leik- og grunnskóla og fræðslunefnd, verði falið að leggja mat á valkostina (sbr. efni minnisblaðs). Skoðaðir verði kostir og gallar hvers fyrirkomulags, fjárfestinga og mannaflaþörf. Æskilegt væri að matið verði lagt fyrir á næsta fræðslunefndarfundi.
Kristín og Lára Dagný véku af fundi 16:36
6.Húnaskóli - Daglegt starf
2302026
Fréttir af daglegu starfi
Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Húnaskóla fór yfir það helsta úr daglegu starfi grunnskólans. Sjá minnisblað með fundargerð.
7.Gæðastjórnun í grunnskólastarfi
2302027
Gæðastjórnun í grunnskólastarfi
Fyrir fundinn var óskað eftir upplýsingum frá skólastjóra Húnaskóla um gæðastjórnun í skólastarfi fyrir fundinn.
Kallað var eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði:
Hver er sýn skólastjórnenda á gæðastjórnun í skólastarfi. Hvaða verkefni eru helst framundan til að fylgjast með og bæta innra starf skólans? Eru uppi einhver áform um að meta starfsánægju nemenda og starfsfólks?
Hvernig hefur aðlögun nemenda úr Húnavallaskóla að nýjum skóla gengið? Hefur verið fylgst sérstaklega með líðan og afstöðu þessara nemenda eða eru áform þar um?
Þórhalla svaraði þessum spurningum ítarlega, sjá minnisblað sem er fylgiskjal með fundargerð.
Kallað var eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði:
Hver er sýn skólastjórnenda á gæðastjórnun í skólastarfi. Hvaða verkefni eru helst framundan til að fylgjast með og bæta innra starf skólans? Eru uppi einhver áform um að meta starfsánægju nemenda og starfsfólks?
Hvernig hefur aðlögun nemenda úr Húnavallaskóla að nýjum skóla gengið? Hefur verið fylgst sérstaklega með líðan og afstöðu þessara nemenda eða eru áform þar um?
Þórhalla svaraði þessum spurningum ítarlega, sjá minnisblað sem er fylgiskjal með fundargerð.
8.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Ekkert varð bókað undir þessum lið
Fundi slitið - kl. 17:25.