Dagskrá
Á fundinum mættu einnig Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri, Anna Margret Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri, Þórunn Ragnarsdóttir leikskólastjóri, Sigurður Rúnar Magnússon fulltrúi foreldra, Aðalbjörg Sigurvaldadóttir fulltrúi starfsfólks og Pétur Arason nýr sveitarstjóri Húnabyggðar.
1.Skipulag skólastarfs Grunnskóla Húnabyggðar 2022-2023
2207027
Þann 25. júlí fól sveitarstjórn Húnabyggðar skólastjóra að kalla eftir endanlegri ákvörðun foreldra barna, sem stundað hafa nám í Húnavallaskóla, um val á starfsstöð grunnskóla fyrir skólaárið 2022-2023. Þórhalla Guðbjartsdóttir kynnti niðurstöðurnar, sem voru eftirfarandi:
Blönduós: 26 nemendur
Húnavellir: 4 nemendur
Fræðslunefnd gerir eftirfarandi bókun:
Upphaflega var lagt upp með að grunnskólastarf yrði bæði á Blönduósi og Húnavöllum skólaárið 2022-2023. Nú er hins vegar ljóst að mikill meirihluti foreldra kýs að börn þeirra sæki skóla á Blönduósi fremur en á Húnavöllum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu telur fræðslunefnd að ekki séu lengur forsendur fyrir grunnskólahaldi á Húnavöllum. Ekki er grundvöllur fyrir að starfrækja skólastarfsstöð fyrir fjóra nemendur. Fræðslunefnd leggur því til við sveitarstjórn að aðeins verði grunnskólahald á Blönduósi skólaárið 2022-2023.
Helstu rök fræðslunefndar fyrir þessari tillögu eru eftirfarandi:
Ekki er hægt að líta framhjá skýrum vilja meirihluta foreldra sem óskað hafa eftir því að börn þeirra stundi nám á Blönduósi.
Stór hluti af starfi grunnskóla snýr að félagslegri örvun og þroska nemenda. Þannig fer nám í grunnskóla ávallt fram í félagslegu samspili, hvort sem um er að ræða bóklegt nám eða eflingu félagsfærni. Því telur nefndin að ekki sé forsvaranlegt að reka svo fámenna starfsstöð skóla í næsta nágrenni við aðra fjölmennari.
Þá er vandkvæðum bundið að bjóða starfsfólki upp á viðunandi vinnuaðstæður með svo fáa nemendur á ólíku aldursbili. Slíkar aðstæður eru ekki til þess fallnar að viðhalda áhuga og stuðla að metnaði og nýsköpun í starfi.
Fræðslunefnd vill koma því á framfæri að hún treystir skólastjórnendum vel til að skipuleggja skólastarf í nýjum grunnskóla, sem byggi á megingildum og nýtingu mannauðs bæði Blönduskóla og Húnavallaskóla. Fræðslunefnd telur mikilvægt að skólastjórnendur, í samstarfi við sveitarstjóra, finni öllum starfsmönnum og kennurum sambærileg störf innan nýs grunnskóla sveitarfélagsins. Vel verði gætt að ráðningarsambandi og réttindamálum.
Skólastjóra verði falið að miðla upplýsingum til starfsfólks og foreldra um stöðu mála sem allra fyrst.
Skólastjórnendur kynntu drög að skipulagi skóladags, nefndarmenn lýsa ánægju sinni með undirbúningsvinnu skólastjórnenda. Gert er ráð fyrir að skóladagur hefjist 8:15 en húsnæði opni 7:45.
Blönduós: 26 nemendur
Húnavellir: 4 nemendur
Fræðslunefnd gerir eftirfarandi bókun:
Upphaflega var lagt upp með að grunnskólastarf yrði bæði á Blönduósi og Húnavöllum skólaárið 2022-2023. Nú er hins vegar ljóst að mikill meirihluti foreldra kýs að börn þeirra sæki skóla á Blönduósi fremur en á Húnavöllum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu telur fræðslunefnd að ekki séu lengur forsendur fyrir grunnskólahaldi á Húnavöllum. Ekki er grundvöllur fyrir að starfrækja skólastarfsstöð fyrir fjóra nemendur. Fræðslunefnd leggur því til við sveitarstjórn að aðeins verði grunnskólahald á Blönduósi skólaárið 2022-2023.
Helstu rök fræðslunefndar fyrir þessari tillögu eru eftirfarandi:
Ekki er hægt að líta framhjá skýrum vilja meirihluta foreldra sem óskað hafa eftir því að börn þeirra stundi nám á Blönduósi.
Stór hluti af starfi grunnskóla snýr að félagslegri örvun og þroska nemenda. Þannig fer nám í grunnskóla ávallt fram í félagslegu samspili, hvort sem um er að ræða bóklegt nám eða eflingu félagsfærni. Því telur nefndin að ekki sé forsvaranlegt að reka svo fámenna starfsstöð skóla í næsta nágrenni við aðra fjölmennari.
Þá er vandkvæðum bundið að bjóða starfsfólki upp á viðunandi vinnuaðstæður með svo fáa nemendur á ólíku aldursbili. Slíkar aðstæður eru ekki til þess fallnar að viðhalda áhuga og stuðla að metnaði og nýsköpun í starfi.
Fræðslunefnd vill koma því á framfæri að hún treystir skólastjórnendum vel til að skipuleggja skólastarf í nýjum grunnskóla, sem byggi á megingildum og nýtingu mannauðs bæði Blönduskóla og Húnavallaskóla. Fræðslunefnd telur mikilvægt að skólastjórnendur, í samstarfi við sveitarstjóra, finni öllum starfsmönnum og kennurum sambærileg störf innan nýs grunnskóla sveitarfélagsins. Vel verði gætt að ráðningarsambandi og réttindamálum.
Skólastjóra verði falið að miðla upplýsingum til starfsfólks og foreldra um stöðu mála sem allra fyrst.
Skólastjórnendur kynntu drög að skipulagi skóladags, nefndarmenn lýsa ánægju sinni með undirbúningsvinnu skólastjórnenda. Gert er ráð fyrir að skóladagur hefjist 8:15 en húsnæði opni 7:45.
2.Skóladagatal Grunnskóla Húnabyggðar 2022-2023
2207033
Þórhalla Guðbjartsdóttir kynnti tillögu að skóladagatali Grunnskóla Húnabyggðar fyrir skólaárið 2022-2023.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Mötuneytisþjónusta í Grunnskóla Húnabyggðar 2022-2023
2207034
Sveitarstjóri og skólastjóri fóru yfir stöðu mötuneytismála
Skólastjóra var falið að gera athugun á búnaði og hvort fjárfestinga væri þörf vegna morgunverðarþjónustu í grunnskólahúsnæði á Blönduósi. Þórhalla greindi frá niðurstöðu sinni.
Morgunverður mun verða í umsjón skólans. Skólastjóra jafnframt falið að kanna möguleika á síðdegishressingu fyrir alla nemendur þegar skipulag frístundastarfs liggur fyrir.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samningur Blönduskóla við Himinn sól ehf. um mötuneytisþjónustu verði yfirfærður á Grunnskóla Húnabyggðar og hann framlengdur um eitt ár samkvæmt 8. gr. í núverandi samningi. Komandi skólaár verði nýtt til ákvarðanatöku um framtíðarskipan mötuneytisþjónustu.
Skólastjóra var falið að gera athugun á búnaði og hvort fjárfestinga væri þörf vegna morgunverðarþjónustu í grunnskólahúsnæði á Blönduósi. Þórhalla greindi frá niðurstöðu sinni.
Morgunverður mun verða í umsjón skólans. Skólastjóra jafnframt falið að kanna möguleika á síðdegishressingu fyrir alla nemendur þegar skipulag frístundastarfs liggur fyrir.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samningur Blönduskóla við Himinn sól ehf. um mötuneytisþjónustu verði yfirfærður á Grunnskóla Húnabyggðar og hann framlengdur um eitt ár samkvæmt 8. gr. í núverandi samningi. Komandi skólaár verði nýtt til ákvarðanatöku um framtíðarskipan mötuneytisþjónustu.
4.Skólaakstur grunnskóla- og leikskólabarna
2207028
Þórunn Ragnarsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið.
Samningar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar við skólabílstjóra voru gerðir fyrir skólaárin 2020/2021, 2021/2022 og 2022/2023.
Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um skipulag skólaaksturs 2022-2023 grunn- og leikskólabarna sem taki nú þegar til starfa. Lagt er til að hópurinn verði skipaður eftirfarandi aðilum: Skólastjóra, leikskólastjóra, sveitarstjóra, einum fulltrúi foreldra, tveimur fulltrúum skólabílstjóra og að Magnús Sigurjónsson verði fulltrúi fræðslunefndar. Nefndin skili tillögum sínum til byggðaráðs.
Í Húnavatnshreppi hefur tíðkast að að leikskólabörn eigi kost á skólaakstri. Fræðslunefnd telur mikilvægt að leikskólabörn í dreifbýli Húnabyggðar njóti áfram akstursþjónustu og unnar verði verklagsreglur á grunni þeirra reglna sem giltu í Húnavatnshreppi.
Þórunn vék af fundi 18:43.
Samningar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar við skólabílstjóra voru gerðir fyrir skólaárin 2020/2021, 2021/2022 og 2022/2023.
Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um skipulag skólaaksturs 2022-2023 grunn- og leikskólabarna sem taki nú þegar til starfa. Lagt er til að hópurinn verði skipaður eftirfarandi aðilum: Skólastjóra, leikskólastjóra, sveitarstjóra, einum fulltrúi foreldra, tveimur fulltrúum skólabílstjóra og að Magnús Sigurjónsson verði fulltrúi fræðslunefndar. Nefndin skili tillögum sínum til byggðaráðs.
Í Húnavatnshreppi hefur tíðkast að að leikskólabörn eigi kost á skólaakstri. Fræðslunefnd telur mikilvægt að leikskólabörn í dreifbýli Húnabyggðar njóti áfram akstursþjónustu og unnar verði verklagsreglur á grunni þeirra reglna sem giltu í Húnavatnshreppi.
Þórunn vék af fundi 18:43.
5.Samstarf um skipulag grunnskólastarfs og frístundastarfs
2207029
Formaður greindi frá því að sveitarfélagið hefur gert samkomulag við Ámundakinn ehf. um afnot af Húnabraut 5 fyrir starfsemi félagsmiðstöðvar og frístundavistunar eldri nemenda skólaárið 2022-2023.
Frekari útfærsla starfseminnar er í vinnslu.
Fræðslunefnd gerir eftirfarandi tillögur
1 Skóladagheimili verði starfrækt á Blönduósi fyrir nemendur í 1.-4.bekk, þjónustan verði gjaldfrjáls fyrir alla nemendur fram að heimakstri skólabíla.
2 Boðið verður uppá viðverustað fyrir nemendur 5.-10. bekkjar frá lokum skóladags. Nánari útfærsla verði unnin með tilliti til mögulegs frístundaaksturs, tímasetninga íþróttaæfinga og fleiri þátta. Sveitarstjórn taki afstöðu til mögulegrar gjaldtöku.
Frekari útfærsla starfseminnar er í vinnslu.
Fræðslunefnd gerir eftirfarandi tillögur
1 Skóladagheimili verði starfrækt á Blönduósi fyrir nemendur í 1.-4.bekk, þjónustan verði gjaldfrjáls fyrir alla nemendur fram að heimakstri skólabíla.
2 Boðið verður uppá viðverustað fyrir nemendur 5.-10. bekkjar frá lokum skóladags. Nánari útfærsla verði unnin með tilliti til mögulegs frístundaaksturs, tímasetninga íþróttaæfinga og fleiri þátta. Sveitarstjórn taki afstöðu til mögulegrar gjaldtöku.
6.Önnur mál
2206034
Aðalbjörg vakti athygli á því að ekki sé búið að ákveða útfærslu mötuneytisþjónustu Vallabóls þegar leikskólinn opnar að loknu sumarleyfi. Fræðslunefnd telur brýnt að finna lausn á þessu máli sem allra fyrst.
Umræður urðu um aðkomu skólabíla og umferðaröryggi við Grunnskóla Húnabyggðar. Skólastjóra falið að skoða málið nánar.
Umræður urðu um aðkomu skólabíla og umferðaröryggi við Grunnskóla Húnabyggðar. Skólastjóra falið að skoða málið nánar.
Fundi slitið - kl. 19:24.