3. fundur 20. júlí 2022 kl. 16:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir formaður
  • Magnús Sigurjónsson ritari
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varaformaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Á fundinn mættu einnig: Anna Margrét Arnardóttir áheyrnarfulltrúi G-lista, Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri, Anna Margret Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri, Sigurður Magnússon frá foreldrafélagi Húnavallaskóli og Guðríður Ólafía Kristinsdóttir fyrir hönd starfsfólks Húnavallaskóla

1.Skipulag skólastarfs Grunnskóla Húnabyggðar 2022-2023

2207027

Skipulag skólastarfs Grunnskóla Húnabyggðar 2022-2023
Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Grunnskóla Húnabyggðar kynnti niðurstöðu könnunar meðal foreldra barna í Húnavallaskóla, varðandi hvort þeir kjósa að börn þeirra stundi nám á Húnavöllum eða Blönduósi á skólaárinu 2022-2023. Könnunin varðar 30 nemendur og eru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Húnavellir: 8 nemendur
Blönduós: 19 nemendur
Óákveðnir: 3 nemendur
Fræðslunefnd telur að niðurstöður könnunarinnar gefi skýr skilaboð um að gefa þurfi foreldrum val um hvert þeir sendi börn sín í skóla. Meirihluti foreldra kýs að börn þeirra fái að sækja skóla á Blönduósi fremur en á Húnavöllum. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að foreldrum verði heimilað að velja skólastað fyrir sín börn. Jafnframt er lagt til að niðurstöður könnunarinnar verði kynntar fyrir foreldrum hið allra fyrsta. Skólastjóra verði falið að miðla upplýsingum til foreldra og kalla eftir endanlegri ákvörðun um val á starfsstöð. Gefinn verði frestur til að svara til 1. ágúst.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að grunnskólanemendum í Húnabyggð, hvort sem þeir sækja skóla á Húnavöllum eða Blönduósi, standi til boða skólaakstur og aðgengi að heilsdagsvistun.
Jafnframt verði boðið upp á morgunverð á báðum starfsstöðvum.
Í ljósi þess að brýnt er að hefja undirbúning skólastarfs leggur fræðslunefnd til að skólastjórnendum verði falið að hefjast handa hið fyrsta.
Eftirfarandi viðfangsefni verði sett í forgang við undirbúning skólastarfs að fengnu samþykki sveitarstjórnar á ofangreindum atriðum.

Skóladagatöl sem samþykkt voru af sveitarstjórnum Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar
verði samræmd og gert verði nýtt skóladagatal, sem gildi fyrir báðar starfsstöðvar
grunnskólans. Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri leggur til að skóladagar verði 178.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu Þórhöllu samhljóða. Skipulag stærri viðburða í skóladagatali verði unnið í samtarfi við skólasamfélagið. Stefnt skal að því að nýtt skóladagatal verði tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.

Við uppsetningu stundataflna á stafsstöð á Blönduósi verði hugað að því hefja kennslu nokkru síðar en tíðkast hefur í Blönduskóla, til að koma til móts við þarfir nemenda sem þurfa um langan veg að sækja skóla. Húsnæði skólans mun þó opna 7:45.

Skipuleggja þarf hvernig morgunverðarþjónusta verði útfærð á starfsstöð á Blönduósi. Skólastjórnendum falið að gera athugun á búnaði og hvort fjárfestinga sé þörf.

Skólastjórnendum falið að skipuleggja skólaakstur um leið og nemendafjöldi á hvorri starfsstöð liggur fyrir.

Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
„Mikilvægt er að ákvarðanir er varða undirbúning skólahalds verði teknar sem fyrst svo hægt verði að upplýsa nemendur, foreldra og starfsfólk um stöðu mála og lágmarka óvissu.“

2.Skólaakstur leikskólabarna

2207028

Skólaakstur leikskólabarna
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að börnum á leikskólaaldri í Húnabyggð standi áfram til boða sama þjónusta og tíðkast hefur. Nefndin leggur jafnframt til að skólastjórnendum í samstarfi við sveitarstjóra verði falið að koma með tillögu að verklagsreglum um skólaakstur í Húnabyggð á grunni reglna Húnavatnshrepps.

3.Samstarf um skipulag grunnskólastarfs og frístundastarfs

2207029

Samstarf um skipulag grunnskólastarfs og frístundastarfs
Formaður kynnti á bókun Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar frá 6.júlí 2022, en þar segir:
„Nefndarmenn ræddu framtíðarsýn á fyrirkomulagi félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins og
frístundaakstri. Nefndin leggur áherslu á að öll börn hafi jafnan grundvöll til að stunda tómstunda- og íþróttastarf og beinir því til skólastjórnenda að tekið verði tillit til frístunda og íþróttaaksturs við skipulagningu skólastarfsins.“
Fræðslunefnd tekur undir bókun ÍTL og leggur til að skólastjóra verði falið að vera í nánu samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa við skipulagningu skólaaksturs. Jafnframt beinir fræðslunefnd því til sveitarstjórnar að ákvarðanir verði teknar um fyrirkomulag heilsdagsvistunar og frístundaaksturs.
Þórhalla og Anna Margret véku af fundi 17:30

4.Ráðingarmál - stjórnendur leikskóla

2207030

Ráðningarmál skólastjórnenda leikskóla
Magnús Sigurjónsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

Stöður leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra, sameinaðs leikskóla í Húnabyggð voru auglýstar lausar til umsóknar með umsóknarfresti til 15. júlí. Ráðningarfyrirtækinu Hagvangi var falin umsjón með ferlinu og að leggja mat á umsækjendur og skila um það greinargerð. Ein umsókn barst um hvora stöðu.
Greinargerð Geirlaugar Jóhannsdóttur ráðgjafa hjá Hagvangi lögð fram. Þar segir:
„Að lokinni yfirferð ráðgjafa Hagvangs yfir innsend umsóknargögn er ljóst að báðir umsækjendur uppfylla hæfniskröfur um menntun og reynslu. Því er það niðurstaða ráðgjafa Hagvangs að mæla með að þessum umsækjendum verði boðin störfin.“

Fræðslunefnd samþykkir að leggja það til við sveitarstjórn Húnabyggðar að Sigríður Bjarney Aadnegard verði ráðin í stöðu leikskólastjóra og tekur hún til starfa 1. janúar 2023. Þórunn Ragnarsdóttir, sem gengt hefur deildarstjórastöðu á Vallabóli, mun sinna starfi leikskólastjóra fram að þeim tíma. Samhliða því mun Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir sinna starfi deildarstjóra á Vallabóli.

Fræðslunefnd leggur jafnframt til að Kristín Birgisdóttir verði ráðin í stöðu aðstoðarleikskólastjóra.

Sigurður vék af fundi 17:55




5.Leikskóli - Aðgerðir til að liðka fyrir ráðningum starfsfólks

2207031

Aðgerðir til að liðka fyrir ráðningum starfsfólks leikskóla
Ásdís Ýr kynnti minnisblað með tillögum að aðgerðum til að liðka fyrir ráðningum og bæta starfsaðstæður leikskólastarfsmanna. Fræðslunefnd felur Ásdisi Ýr ásamt stjórnendum leikskóla að vinna málið áfram og skila fullmótaðri tillögu á næsta fundi fræðslunefndar.

6.Önnur mál

2206034

Önnur mál

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?