40. fundur 14. maí 2021 kl. 16:15 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Atli Einarsson
  • Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Katharina Schneider
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson varamaður
Dagskrá
Gestir fundarins voru:
Sigríður Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Barnabæjar
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla
Lilja Jóhanna Árnadóttir, fulltrúi starfsmanna Blönduskóla
Kolbrún Eva Bjarkadóttir, fulltrúi starfsmanna Barnabæjar
Inga Sóley Jónsdóttir, fulltrúi foreldra Blönduskóla

1.Kynning á nýbyggingu við Blönduskóla

2105014

2.Blönduskóli - skóladagatal 2021 - 2022

2105015

Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla, fór yfir drög að skóladagatali Blönduskóla veturinn 2021-2022.

Að loknum umræðum um skóladagatalið var það borið upp og samþykkt af Fræðslunefnd með 4 atkvæðum samhljóða.

3.Blönduskóli - starfsmannamál

2105016

Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla, fór yfir þær starfsmannabreytingar sem verða á starfsliði skólans.

Auglýsingar um laus störf hafa verið birtar og verður fjöldi stöðugilda óbreyttur frá líðandi skólaári.

4.Fyrirkomulag á skólamáltíðum skólaárið 2021 - 2022

2105017

Fræðslunefnd leggur til að gerður verði samningur um skólamat til eins árs að undangenginni verðkönnun/útboði, þar sem fyrir liggur að ekki var gert ráð fyrir þeim búnaði sem upp á vantar í framleiðslueldhús í fjárhagsáætlun ársins 2021.

Fræðslunefnd hvetur Byggðaráð til að gera ráð fyrir kaupum á búnaði í framleiðslueldhús í næstu fjárhagsáætlun, svo hægt verði að elda skólamat á staðnum að ári liðnu.

5.Kynning á þróunarverkefni - Lærdómssamfélag í Húnaþingi

2105018

Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri, Sigríður Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Barnabæjar, og Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla, kynntu þróunarverkefnið "Lærdómssamfélagið í skólum í Austur-Húnavatnssýslu".

Markmið verkefnisins er að efla með fjölbreyttum hætti samstarf leik- og grunnskóla í Austur-Húnavatnssýslu.

Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.

Þórhalla Guðbjartsdóttir, Lilja Jóhanna Árnadóttir og Inga Sóley Jónsdóttir véku af fundi kl. 17:50.

6.Erindi frá Landvernd - Skólar á grænni grein

2105019

Fyrir fundinum lá kynning á verkefninu "Skólar á grænni grein".

Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til að kynna sér verkefnið og kanna möguleika á innleiðingu þess í Barnabæ og Blönduskóla.

7.Barnabær - skóladagatal 2021 - 2022

2105020

Sigríður Helga Sigurðardóttir kynnti skóladagatal Barnabæjar fyrir skólaárið 2021-2022.

Að loknum umræðum um skóladagalatið var það borið upp og samþykkt af Fræðslunefnd með 4 atkvæðum samhljóða.

8.Barnabær - Inntökualdur barna

2105021

Sigríður Helga Sigurðardóttir, leikskólastjóri Barnabæjar, fór yfir gildandi reglur um inntökualdur barna á leikskólann.

í ljósi lengingar fæðingarorlofs sem tekið hefur gildi og til samræmingar við nágrannasveitarfélög vill Fræðslunefnd hvetja Sveitarstjórn til að kanna möguleikann á endurskoðun á reglum um inntökualdur leikskólabarna til hækkunar.

9.Barnabær - starfsmannamál

2105022

Sigríður Helga Sigurðarsóttir, leikskólastjóri Barnabæjar, fór yfir starfsmannamál Barnabæjar.

Umræður urðu um starfsumhverfi stafsmanna á Barnabæ og mögulegar leiðir til að fjölga menntuðum leiksólakennurum.

Sigríður Helga Sigurðardóttir og Kolbrún Eva Bjarkadóttir véku af fundi kl. 18:50.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?