Dagskrá
1.Starfsmannamál Blönduskóla
1705002
2.Mötuneytismál
1903016
Valdimar O. Hermannsson fór yfir stöðu og hugmyndir varðandi mötuneytismál Blönduskóla. Vegna framkvæmda við Blönduskóla á komandi vetri verður ekki mögulegt að ráða matráð við mötuneyti Blönduskóla næstkomandi vetur.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir fullbúnu framleiðslueldhúsi í Blönduskóla og fyrir liggi samanburður á framleiðslueldhúsi sem rekið er af sveitarfélaginu annars vegar og aðkeyptum mat hins vegar.
Fræðslunefnd mælir með því að skólamáltíðir fyrir bæði skólastig verði boðnar út til eins árs fyrir næsta vetur.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir fullbúnu framleiðslueldhúsi í Blönduskóla og fyrir liggi samanburður á framleiðslueldhúsi sem rekið er af sveitarfélaginu annars vegar og aðkeyptum mat hins vegar.
Fræðslunefnd mælir með því að skólamáltíðir fyrir bæði skólastig verði boðnar út til eins árs fyrir næsta vetur.
3.Starfsmannamál Barnabæjar
1606024
Jóhanna G Jónasdóttir fór yfir starfsmannamál Barnabæjar og þær ráðningar sem hafa verið gerðar.
Agnieszka Maqdziak hefur verið ráðin í 100% starf.
Violetta Zebrowska hefur verið ráðin í 60% starf.
Ágústa H. Óskarsdóttir hefur sagt starfi sínu sem sérkennslustjóri lausu og hefur Sigríður Helga Sigurðardóttir verið ráðin til eins árs í þá stöðu.
Áfram verður rætt um starfsmannamál á næsta fundi þar sem ekki eru allar stöður fullmannaðar.
Fræðslunefnd samþykkir ráðningarnar samhljóða fyrir sitt leyti.
Agnieszka Maqdziak hefur verið ráðin í 100% starf.
Violetta Zebrowska hefur verið ráðin í 60% starf.
Ágústa H. Óskarsdóttir hefur sagt starfi sínu sem sérkennslustjóri lausu og hefur Sigríður Helga Sigurðardóttir verið ráðin til eins árs í þá stöðu.
Áfram verður rætt um starfsmannamál á næsta fundi þar sem ekki eru allar stöður fullmannaðar.
Fræðslunefnd samþykkir ráðningarnar samhljóða fyrir sitt leyti.
4.Ytra mat Barnabæjar
1903021
Leikskólastjóri fór yfir undirbúning ytra mats Barnabæjar sem fer fram í byrjun október.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Annars vegar var ráðin Hafrún Ýr Halldórsdóttir í 70% starf.
Hins vegar var ráðin Páley Sonja Wiium í 100% starf.
Ráðningin staðfest með 4 atkvæðum, Atli Einarsson vék af fundi meðan á atkvæðagreiðslu stóð vegna tengsla.
Skólastjóri kynnti hugmynd um að ráða tímabundið verkefnissjóra tæknimála í 25-30% stöðu vegna innleiðingar tækninýjunga í skólastarfið.
Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til Byggðaráðs.