14. fundur 27. apríl 2016 kl. 17:00 - 19:00 í leikskólanum Barnabæ að Hólabraut 17
Nefndarmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
  • Helgi Haraldsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bergþór Pálsson aðalmaður
  • Jóhanna Guðrún Jónasdóttir leikskólastjóri
  • Sigríður Helga Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Sunna Hólm Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Kristín Jóna Sigurðardóttir ritari
Dagskrá

1.Jóhanna G. Jónasdóttir ,leikskólastjóri Barnabæjar kynnir niðurstöður úr starfsmanna- og foreldrakönnun

1604019

Jóhanna leikskólastjóri kynnti niðurstöður starfsmannakönnunnar sem gerð var í mars 2016.

Starfsmannakönnun: Könnun á vegum skólapúlsins.is. 85% starfsmanna svarar könnuninni. Könnunin er stöðluð og fram kemur landsmeðaltal í niðurstöðum hennar.

Helstu niðurstöður voru að bæta þarf símenntun, undirbúningstíma starfsfólks og auka samstarf við foreldra. Leikskólastjóri hefur haldið einn starfsmannafund til að vinna að úrbótum og mun sú vinna halda áfram.



Foreldrakönnun: 96% þátttaka var í foreldrakönnuninni. Niðurstaða könnunarinnar verður svo send foreldrum. Könnunin kom mjög vel út og foreldrar almennt mjög ánægðir með leikskólann sinn.

2.Farið yfir það sem framundan er í leikskólastarfi Barnabæjar

1604020

Jóhanna leikskólastjóri sagði frá yfirvofandi fækkun nemenda í skólanum næsta skólaár vegna þess að stór árgangur fer út og mjög lítill árgangur kemur inn. Nemendur gætu farið út 64 niður í 54.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?