11. fundur 01. júlí 2015 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bergþór Pálsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Jóna Sigurðardóttir
Dagskrá

1.Starfsmannamál Blönduskóla

1506034

Þórhalla skólastjóri fór yfir starfsmannamál Blönduskóla. Tveir kennarar hafa óskað eftir árs leyfi, Þórdís Hauksdóttir og Brynhildur Erla Jakobsdóttir. Skólastjóri hefur fyrir sitt leyti gefið leyfi fyrir þessu. Einnig voru auglýstar 4 kennarastöður nú í vor. Umsækjendur eru fjórir sem störfuðu við skólann sem leiðbeinendur á síðasta skólaári, Páley Sonja Wiium Ragnarsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Katrín Hallgrímsdóttir og Bjarnþóra María Pálsdóttir. Þórhalla mælir með að ofangreindir verði ráðnir og samþykkir nefndin það fyrir sitt leyti.

Þórhalla er búin að auglýsa eftir sérkennara í stöðu Þórdísar og er umsóknarfresturinn opin.

2.Skóladagatal Blönduskóla 2015 - 2016

1506035

Skólastjóri bar upp skóladagatal næsta skólaárs. Skóladagatalið samþykkt samhljóða.

3.Framkvæmdir við Blönduskóla

1505027

Þórhalla skólastjóri sagði frá því hvernig framkvæmdum miðar við skólann. Markmiðið er að vinna við sal og upphitunareldhús ljúki fyrir skólabyrjun í haust.

4.Umbótaáætlun Blönduskóla í kjölfar ytra mats

1506036

Þórhalla sagði frá skýrslu um Ytra mat grunnskóla sem gert var í febrúar 2014. Í skýrslunni kemur fram bæði hvað vel er gert og hvað skólinn geti gert til umbóta. Þórhalla kynnti sérstaklega fyrir nefndinni Umbótaáætlun Blönduskóla 2014-2016 og áfangaskýrslu tengda henni sem send hefur verið menntamálaráðuneytinu.

5.Útboð á skólamáltíðum

1506042

Ákveðið var að fara í útboð vegna reksturs skólamötuneytis og komu fjögur tilboð frá þremur aðilum. Ákvörðun sveitarstjórnar liggur ekki fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?