Dagskrá
1.Starfsmannamál Blönduskóla
1506034
2.Skóladagatal Blönduskóla 2015 - 2016
1506035
Skólastjóri bar upp skóladagatal næsta skólaárs. Skóladagatalið samþykkt samhljóða.
3.Framkvæmdir við Blönduskóla
1505027
Þórhalla skólastjóri sagði frá því hvernig framkvæmdum miðar við skólann. Markmiðið er að vinna við sal og upphitunareldhús ljúki fyrir skólabyrjun í haust.
4.Umbótaáætlun Blönduskóla í kjölfar ytra mats
1506036
Þórhalla sagði frá skýrslu um Ytra mat grunnskóla sem gert var í febrúar 2014. Í skýrslunni kemur fram bæði hvað vel er gert og hvað skólinn geti gert til umbóta. Þórhalla kynnti sérstaklega fyrir nefndinni Umbótaáætlun Blönduskóla 2014-2016 og áfangaskýrslu tengda henni sem send hefur verið menntamálaráðuneytinu.
5.Útboð á skólamáltíðum
1506042
Ákveðið var að fara í útboð vegna reksturs skólamötuneytis og komu fjögur tilboð frá þremur aðilum. Ákvörðun sveitarstjórnar liggur ekki fyrir.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Þórhalla er búin að auglýsa eftir sérkennara í stöðu Þórdísar og er umsóknarfresturinn opin.