Dagskrá
1.Umsögn um erindi um skort á kennslu í smíðum í Blönduskóla
1710010
2.Kosningar
1711014
Ákveðið var að gera breytingar á varaformanni, Erla Ísafold lætur af störfum varaformanns og Edda Brynleifsdóttir var kosin í hennar stað.
Fundi slitið.
Fundurinn svarar erindinu í neðangreindu bréfi:
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Sölvhólsgötu 4
101 Reykjavík
Efni: Umsögn um erindi um skort á kennslu í smíðum í Blönduskóla.
Tilv.: MMR17090097/6.18.3-
Blönduskóli hefur ekki verið með smíðastofu í rúm ár og því hefur ekki verið hægt að kenna smíðar í skólanum eins og lög gera ráð fyrir. Skólastjóri hefur árlega bent yfirvöldum Blönduósbæjar á þessa brotalöm í skólastarfinu.
Í desember 2014 samþykkti sveitarstjórn Blönduósbæjar að fara í framkvæmdir við Blönduskóla árið 2015. Um var að ræða breytingar á húsnæði skólans og mögulegar viðbætur. Fyrsti áfangi var áætlaður matsalur, eldhús og smíðastofa. Framkvæmdir hófust í janúar 2015 og var matsalurinn tekinn í notkun í nóvember 2015 en þar sem framkvæmdir höfðu þá farið fram úr áætlun, reyndust dýrari en áætlað var í upphafi, var ekki unnt að ljúka fyrsta áfanga þ.e. framkvæmdum við smíðastofu var frestað. Þær framkvæmdir eru komnar inn í drög að fjárhagsáætlun 2018 og stefna að kennslu haustið 2018.
Smíðakennsla í Blönduskóla hefur einungis verið í boði í 9. bekk í Blönduskóla skólaárin 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016. Um hefur verið að ræða svokallað IKG nám í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki þar sem nemendur fá kennslu sem samsvarar einni kennslustund á viku yfir skólaárið, en kennslan fer fram tvær helgar að vetri. Í IKG námi, eða iðngreinakynningu, er kennt á tæki og vélar, öryggismál og verkefni sem tengjast smíðum, rafvirkjun, málmiðn og fablab. Textíl- og myndmenntakennarar hafa á hverju ári reynt að flétta hæfniviðmið í hönnun og smíði inn í þau verkefni sem þar eru unnin. Í náttúrufræði á unglingastigi er markvisst unnið með ákveðin verkfæri þegar nemendur taka í sundur rafmagnstæki. Umsjónarkennarar flétta hæfniviðmið hönnunar og smíði inn í aðrar námsgreinar, vordaga og þemavikur þegar tækifæri gefst.
Fyrir hönd Blönduósbæjar