102. fundur 10. apríl 2025 kl. 15:00 - 16:50 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varamaður
    Aðalmaður: Ragnhildur Haraldsdóttir
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Berglind Hlín Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Jón Gíslason
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður að bæta við einu máli - Beiðni um umsögn um gistileyfi. Samþykkt samhljóða og verður mál 13 á dagskrá.

1.Samningur við meistaraflokksráð Hvatar Kormáks

2503039

Samningur við Meistaraflokksráð Hvatar Kormáks
Fyrir fundinum láu tveir samningar, annar vegna samstarfs 2025 og hinn vegna umsjónar með Blönduósvelli 2025 sem samþykktir voru samhljóða með áorðnum breytingum. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samningana.

2.Framkvæmdir og gatnagerð

2305035

Framkvæmdir Húnabyggðar
Farið var yfir kostnaðaráætlun vegna framkvæmda á Húnabraut 5 og ræddur undirbúningur annarra stærri framkvæmda á árinu.

Byggðarráð felur Skipulags- og samgöngunefnd að skoða umferðaröryggi á Melabraut við íþróttahús og Húnabraut 5.

3.Hveravellir - auglýsing

2411041

Hveravellir - auglýsing
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa nýja þjónustulóð á Hveravöllum samkvæmt fyrirliggjandi auglýsingu.

4.Fasteignagjöld

2211014

Erindi frá Þresti Líndal er varðar fasteignagjöld
Erindi barst skrifstofu Húnabyggðar vegna fasteignagjalda veiðihúss og að þau gjöld ættu ekki að vera skilgreind sem fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis, Byggðarráð áréttar að öll veiðihús í Húnabyggð eiga að borga sömu fasteignagjöldin sem skilgreind eru í gjaldskrá Húnabyggðar sem atvinnuhúsnæði. Erindinu er því hafnað.

5.Samantekt á úrgangsmagni

2504010

Samantekt á úrgangsmagni fyrsta ársfjórðungs 2025
Kynntar voru magntölur vegna fyrsta ársfjórðungs ársins 2025, sérstök samantekt talna fyrir Húnabyggð og auglýsing um nýtt starfsleyfi urðunarstaðsins.

Byggðarráð fer fram á það við stjórn Norðurár að með úrgangsflokknum “Ketilryk og kolasalli" skili framleiðandi úrgangs mælingum á efnasamsetningu þess úrgangs sem kemur til urðunar og tryggt sé að mæligildi séu ekki yfir viðmiðunargildum um þennan úrgang sem skilgreindur er af Umhverfisstofnun. Þá fer byggðarráð einnig fram á það að starfsmenn Norðuár taki sýni af þeim úrgangssendingum sem koma til urðunar í þessum flokki þannig að sannreyna megi efnasamsetningu úrgangsins og að mæligildi séu ekki yfir viðmiðunarmörkum.

6.Aðalfundur Fjarskiptafélags Skagabyggðar

2504011

Aðalfundur Fjarskiptafélags Skagabyggðar frá 3. apríl sl.
Fyrir fundinum lá fundargerð aðalfundar Fjarskiptafélags Skagabyggðar fyrir árið 2025 sem lögð var fram til kynningar.

7.Lokaskýrsla um stjórnsýsluskoðun Húnabyggðar 2024

2504013

Lokaskýrsla um stjórnsýsluskoðun Húnabyggðar 2024
Lagt fram til kynningar. Brugðist hefur verið við athugasemdum, sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

8.Fundargerð heimastjórnar fyrrum Skagabyggðar

2504012

Fundargerð heimastjórnar fyrrum Skagabyggðar frá 3. apríl sl.
Lagt fram til kynningar. Lið 2 í fundagerðinni er beint til skipulags- og byggingafulltrúa til afgreiðslu er varðar veglínu milli Harrastaða og Brunanámu.

9.Eftirlitsskýrsla Leikskóla Húnabyggðar

2504009

Eftirlitsskýrslur vegna Leikskóla Húnabyggðar
Lagt fram til kynningar.

10.Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ

2504014

Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ
Lagt fram til kynningar.

11.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 470. og 471. fundar stjórnar

2504015

Fundagerðir 470. og 471 fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerð 122. fundar stjórnar SSNV

2504016

Fundargerð 122. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar

13.Umsagnarbeiðni - Húnavellir

2504022

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar umsagnarbeiðni vegna umsóknar Húnavalla guesthouse ehf um leyfi til rekstur gististaðar í flokki IV á Húnavöllum
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

Fundi slitið - kl. 16:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?