74. fundur 05. september 2024 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Berglind Hlín Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Jón Gíslason
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Sverrir Þór Sverrisson
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá

1.Erindi um skilti sem vísa á Gamla bæinn.

2409008

Uppsetning skilta við Þjóðveg 1
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta klára hönnun á skiltunum þannig að hægt sé að setja þau upp.

2.Erindi frá stjórn Skotf. Markviss

2409004

Erindi frá stjórn skotf.Markviss varðandi endurbætur á aðkomuleið að skotíþróttasvæði félagsins.
Byggðarráð felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að finna lausn á þessu í samráði við þá aðila sem svæðið nota.

3.Samningur við Blönduóskirkju.

2407011

Drög að samningi við Blönduóskirkju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Blönduóskirkju.

4.Breyting á gjaldskrá v. efnistöku úr námum

2310023

Viðbót í gjaldskrá frá byggingarfulltrúa.
Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrá og felur sveitarstjóra að uppfæra gjaldskránna og leggja hana fyrir sveitarstjórn

5.Þakkir frá Háskólanum á Bifröst

2409002

Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna hvort að hægt sé að fá fund með höfundum skýrslunnar með það fyrir augum að megin niðurstöður skýrslunnar verði kynntar.

6.Fjárhagsáætlunargerð 2025

2409005

Tímaáætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Skipan nýs aðalmanns í heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra

2409009

Skipan fulltrúa Húnabyggðar.
Byggðarráð skipar Ragnhildi Haraldsdóttur sem nýjan fulltrúa Húnabyggðar í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra.

8.Fundargerð 111. fundar stjórnar SSNV

2409010

Fundargerð 111. fundar stjórnar SSNV.
Lagt fram til kynningar.

9.Rarik - Endurnýjun varaflsleiðar Rarik inn á Blönduós

2409012

Erindi frá Rarik vegna lagnaleiðar fyrir varaafl á Blönduósi.
Byggðarráð samþykkir framlagað lagnaleið og veitir leyfi fyrir framkvæmdinni.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?