Dagskrá
1.Fjármál
2211004
Fjármál sveitarfélagsins
Sigurður Erlingsson ráðgjafi fór yfir sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins sem sýnir að fjármál sveitarfélagsins er á réttri leið miðað við fjárhagsáætlun. Stefnt er að því að gera nákvæmt átta mánaða uppgjör þar sem mun sjást með meiri nákvæmni hver staðan er.
2.Húnabyggð - Sala eigna
2301007
Tilboð í leikskólabyggingu á Húnavöllum
Byggðarráð hafnar tilboði sem borist hefur í leikskólabyggingu á Húnavöllum á þeim grundvelli að ekki hefur staðið til að selja eignina frá öðrum eignum á svæðinu.
3.Fyrirspurn um hundasvæði
2408006
Fyrirspurn frá íbúa varðandi möguleika á tilkomu afgirts hundasvæðis á Blönduósi
Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða málið nánar.
4.Erindi frá fjallskilastjórum
2408010
Erindi frá fjallskilastjórum varðandi möguleg kaup á dróna til fjárleita
Byggðarráð felur fjallskilastjórum að koma með ítarlegri upplýsingar um málið.
5.Umsagnarbeiðni - Apótekarastofan
2408008
Umsagnarbeiðni - Apótekarastofan
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
6.Lögreglustjórinn á NV - Minnisblað um eftirlitsmyndavélar í umdæmi LNV
2408009
Lögreglustjórinn á NV - Minnisblað um eftirlitsmyndavélar í umdæmi LNV
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa sveitarstjóra í vinnuhóp sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem yfirlögregluþjónn embættis LNV mun leiða og skoða staðsetningar myndavéla í umdæminu.
7.Umsagnarbeiðni - gamla kirkjan
2408011
Umsagnarbeiðni - gamla kirkjan
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
8.Auglýsing á refa- og minkaveiðum
2408015
Auglýsing á refa- og minkaveiðum
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa refa- og minkaveiðar í sveitarfélaginu sem fyrst.
9.Fundargerð Vegagerðarinnar og sveitarfélaga Norðurlands vestra
2408007
Fundargerð Vegagerðarinnar og sveitarfélaga Norðurlands vestra
Lagt fram til kynningar.
10.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 464. fundar stjórnar
2408013
Hafnasamband Íslands - Fundargerð 464. fundar stjórnar
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla A-Hún
2408014
Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla A-Hún
Byggðarráð vísar umfjöllun um framlög til Tónlistarskólans til fjárhagsáætlunargerðar.
Fundi slitið - kl. 13:45.