Dagskrá
1.Íþróttamiðstöðin á Blönduósi
2305013
Nýtt gólf í Íþróttamiðstöð
Kynnt voru tilboð í lagningu nýs gólfs í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar. Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu fundarins.
2.Rekstrarleyfi - félagsheimilið Dalsmynni
2405005
Umsögn vegna rekstrarleyfis félagsheimilisins Dalsmynni
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
3.Salerni á Þrístöpum
2405009
Skýrsla yfir notkun salernis á Þrístöpum
Farið yfir fyrstu rekstrarmánuði nýs salernis á Þrístöpum sem nú er tilbúið fyrir ferðamannastraum sumarins.
4.Félags og skólaþjónusta A-Hún - Ársreikningur 2023
2405006
Ársreikningur Félags- og skólaþjónstu Austur-Húnavatnssýslu 2023.
Lagt fram til kynningar.
5.Skýrsla um stjórnsýsluskoðun
2405011
Skýrsla um stjórnsýsluskoðun 2023
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerð 70 og 71. fundar samtaka orkusveitarfélaga
2405003
Fundargerðir 70. og 71. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:00.