Dagskrá
1.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Útboð vegna leikskólabyggingar
2.Þrístapar - Áframhaldandi uppbygging
2404059
Þrístapar ? Beiðni frá Hring Hafsteinssyni varðandi áframhaldandi uppbyggingu á Þrístöpum. Beiðni um fjárframlag á móti styrk frá Hönnunarsjóð sem búið er að fá að fjárhæð 2,0mkr.
Byggðarráð vísar beiðni um styrk vegna frekari framkvæmda við Þrístapa til atvinnu- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar.
3.Vinnuskólinn 2024
2402032
Skipulag vinnuskóla 2024
Byggðarráð samþykkir að vinnufyrirkomulag ungmenna á aldrinum 13-15 ára verði þannig að yngri hluti hópsins vinni hálfan dag í tvo mánuði (júní og júlí) og eldri hópurinn vinni í heilan dag í tvo mánuði (júní og júlí). Báðir hóparnir hafa frí á föstudögum. Nákvæm tímabil fyrir báða hópa verða auglýst síðar.
4.Refa- og minnkaveiðar
2211018
Átak í minkaveiði
Byggðarráð samþykkir tímabundið átak (2-3 vikur) í minkaveiðum. Sveitarstjóra falið að kynna átakið meðal veiðimanna og veiðifélaga á svæðinu og semja við veiðimenn sérstaklega í þessu tímabundna átaki.
5.Skógræktarfélag A-Húnv - styrkbeiðni
2404069
Styrkbeiðni vegna 80 ára afmælis Skógræktarfélags A-Hún
Byggðarráð samþykkir að veita Skógræktarfélagi A-Hún 100.000 kr. að styrk vegna 80 ára afmælis sem kemur ofan á þá árlegu styrki sem félagið fær.
6.Húnabyggð - Sala eigna
2301007
Sala eigna
Byggðarráð fór yfir stöðu leigufasteigna sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að fá verðmat á íbúðum að Húnabraut 42 0201 og 0202.
7.Samningur um verkstjórn í úrgangsmálum
2404072
Þjónustusamningur um verkstjórn í úrgangsmálum
Byggðarráð samþykkir að tímabundinn samningur verði gerður við PureNorth um verkefnastjórnun í gerð nýrrar úrgangsstefnu. PureNorth mun einnig vinna að því að innleiða nýjar lausnir á samningstímanum sem er fram að áramótum 2024-2025.
8.WorkPoint
2404074
WorkPoint - tilboð í þjónustu frá Spektra ehf.
Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Spektra ehf. um innleiðingu nýs upplýsingakerfis, WorkPoint, fyrir sveitarfélagið. Undirbúningur er þegar hafinn og áætlað er að hefja innleiðingu á næstu vikum.
9.Sumarvinna ungmenna hjá Landsvirkjun
2404075
Samstarfssamningur við LV um sumarvinnu ungmenna 2024
Byggðarráð samþykkir samning við Landsvirkjun um að sumarvinna ungmenna 16 ára og eldri verði samvinnuverkefni sveitarfélagsins og Landsvirkjunar. Byggðarráð bindur vonir við það að með þessum samningi sé vinnan gerð fjölbreyttari og skemmtilegri fyrir ungmenni Húnabyggðar.
10.Forsetakosningar 2024
2404077
Undirbúningur forsetakosninga 2024
Lagt fram til kynningar.
11.Ársreikningur Hafnasambands
2404076
Ársreikningur Hafnasambands 2023
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerð aðalfundar
2403032
Fundargerð aðalfundar Norðurár ásamt fundargerð stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerð 21. fundur fagráðs
2404070
Upplýsingar, svör við gátlista og úrbótaáætlun fyrir búsetuúrræði fatlaðra (21. fundur fagráðs).
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerð 947 SÍS
2404078
Fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerð 106. fundar stjórnar SSNV
2404081
kynning á fundargerð 106. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:45.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa útboð á nýjum leikskóla Húnabyggðar og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.