60. fundur 18. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:35 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Ragnhildur Haraldsdóttir
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Húnaver

2212002

Leigusamningur vegna Húnavers
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning við Heimafengið ehf. um skammtímaleigu frá 1. maí til 30.september. Samningur þessi er byggður á grunni eldri samnings.

2.Ósk um leyfi til að halda torfærumót í Kleifarnámu

2404049

Beiðni um að halda torfærumót í Kleifarnámu
Byggðarráð samþykkir beiðnina. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og upplýsa Hestamannafélagið Neista og Skotfélagið Markviss um fyrirhugað mót.

3.Umsagnarbeiðni - Krúttið

2404053

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Krúttið
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti.

4.Umsagnarbeiðni - Hótel Blönduós

2404054

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Hótel Blönduós
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti með breytingum er varðar afgreiðslutíma útiveitinga til klukkan 23:00 virka daga og 00:00 fyrir frídaga.

5.Styrkbeiðni

2404056

Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra er varðar styrkbeiðni til rekstur Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af 5 ára starfsafmæli
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025

6.Kaup á búnaði eða mögulegt samstarf

2404055

Erindi frá Erlu Jakobsdóttur er varðar kaup á búnaði og mögulegt samstarf
Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið

7.Erindi frá Fræðslunefnd

2404058

Erindum vísað til Byggðarráðs vegna erindis frá Umboðsmanni barna er varðar hljóðvist í skólum og eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um skólastofnanir Húnabyggðar.



Fræðslunefnd hvetur Byggðarráð og stjórnendur Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins til að leggja viðkomandi skýrslur til grundvallar við forgangsröðun viðhaldsverkefna á næstu mánuðum.
Lagt fram til kynningar

8.Samningur við Leaf

2404060

Umsókn um lóð og samningur við LeafSpace Iceland ehf. vegna Fálkagerðis 6A
Byggðarráð samþykkir lóðaumsókn LeafSpace Iceland ehf. er varðar lóðina Fálkagerði 6A (landnr. L237229). Byggðarráð samþykkir jafnframt framlagðan samning milli Leaf og Húnabyggðar

9.Húnabyggð - Úthlutun lóða

2303035

Umsókn frá Blöndu ehf. um lóðina Brautarhvammur áfangi 3
Byggðarráð samþykkir að úthluta umsækjanda Blöndu ehf. lóðum í 3. áfanga í Brautarhvammi (landnr. L228266)

10.Samkomulag um að leggja niður rekstur Laxárvatnsvirkjunar í A-Hún.

2404061

Erindi frá Rarik um að leggja niður rekstur Laxárvatnsvirkjunar í A-Hún.
Erindinu frestað. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna

11.Fundargerð 105. fundar stjórnar

2404062

Fundargerð 105. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerð 19. fundar fagráðs um málefni fatlað fólks

2404063

Fundargerð 19. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynnningar

13.Fundargerð 49. fundar fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands

2404064

Fundargerð 49. fundar fagráðs um Barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?