59. fundur 04. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:28 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður að bæta við einu máli. Fjármál og yrði liður 8. Samþykkt samhljóða

1.Styrkúthlutanir úr húsafriðunarsjóði 2024

2403034

Styrkúthlutanir Húsfriðunarsjóðs 2024
Húnabyggð hefur hlotið tvo styrki frá Húsfriðunarsjóði til lagfæringar á Kúlukvíslarskála og gamla sæluhúsið á Hveravöllum. Byggðarráð felur Skipulags- og byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

2.Samstarfsyfirlýsing um Öruggara Norðurland vestra

2404046

Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra er varðar samstarfsyfirlýsingu um Öruggara Norðurland vestra
Samstarfsyfirlýsingin felur í sér svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til þess að stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa.

Lagt fram til kynningar

3.Félag eldri borgara - Beiðni um styrk

2404043

Erindi frá stjórn Félags eldri borgara í Húnaþingi er varðar styrk.
Byggðarráð hafnar erindinu og vill skoða möguleika að útvega húsnæði fyrir starf Félags eldri borgara.

4.Nýr samningur um sameiginlegt umdæmisráð landsbyggða

2404044

Nýr samningur um sameiginlegan rekstur umdæmisráð landsbyggðar
Samningur um rekstur umdæmisráð landsbyggða. Umdæmisráð barnaverndar, aðild, lagagrundvöllur, valnefnd og umsýslusveitarfélag.

Lagt fram til kynningar

5.Brunabót - Styrktarsjóður EBÍ

2404047

Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands er varðar styrkútlutanir
Sveitarstjóra falið að sækja um fyrir hönd sveitarfélagsins

6.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Farið yfir íbúðamál sveitarfélagsins
Farið var yfir þær íbúðir sem sveitarfélagið á og línurnar lagðar varðandi útleigu og sölu. Kanna skal einnig möguleika á skammtímaleigu á Húnavöllum.

7.Fundagerðir 17. og 18. fundur fagráðs um málefni fatlaðs fólks

2404045

Fundagerðir 17.og 18. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks
Lagt fram til kynningar.

8.Fjármál

2211004

Fjármál
Byggðarráð samþykkir að veita tímabundin lán til Fasteigna Húnabyggðar ehf. og Húnanets ehf. en bæði félögin eru í 100% eigu sveitarfélagsins.

Lánið til Fasteigna Húnabyggðar er 3.000.000kr. til greiðslu afborganna af lánum á gjalddaga 5.04.2024.

Lánið til Húnanets er 4.500.000kr. til greiðslu afborganna af lánum á gjalddaga 5.04.2024.

Bæði lánin eru hluti ef fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna sem nú stendur yfir.

Fundi slitið - kl. 16:28.

Getum við bætt efni þessarar síðu?