Dagskrá
1.Snjómokstur og viðhald götu í Brautarhvammi
2402003
Minnisblað frá Byggingafulltrúa.
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
Byggðarráð samþykkir að breyta skipulagi í Brautarhvammi þannig að götur svæðisins falli undir gatnakerfi sveitarfélagins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að breyta lóðaskipulagi í samræmi við þessa ákvörðun og tilkynna breytt fyrirkomulag til þeirra er málið varðar.
Byggðarráð samþykkir að breyta skipulagi í Brautarhvammi þannig að götur svæðisins falli undir gatnakerfi sveitarfélagins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að breyta lóðaskipulagi í samræmi við þessa ákvörðun og tilkynna breytt fyrirkomulag til þeirra er málið varðar.
2.Snjómokstur
2402010
Minnisblöð vegna snjómoksturs
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
Byggðarráð samþykkir að breyta skipulagi við Skúlabraut þannig að gata við Skúlabraut 1-9 falli undir gatnakerfi sveitarfélagins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að breyta lóðaskipulagi í samræmi við þessa ákvörðun og tilkynna breytt fyrirkomulag til þeirra er málið varðar.
Byggðarráð samþykkir að breyta skipulagi við Skúlabraut þannig að gata við Skúlabraut 1-9 falli undir gatnakerfi sveitarfélagins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að breyta lóðaskipulagi í samræmi við þessa ákvörðun og tilkynna breytt fyrirkomulag til þeirra er málið varðar.
3.Félagsheimili sveitarfélagsins
2210029
Verðmöt á félagsheimilum
Lagt fram til kynningar.
4.Uppgjör málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra 2023
2403005
Uppgjör málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra 2023
Lagt fram til kynningar
5.Samningur við Attentus
2403006
Samningur við Attentus - eineltisstefna
Byggðarráð samþykkir viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við verktaka þessa samkomulags og kynna nýtt verklag fyrir starfsmönnum sveitarfélagsins.
6.Dreifnám FNV
2310014
Drög að erindisbréfi starfshóps um endirskoðun á dreifnámi og skipun fulltrúa
Byggðaráð samþykkir drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um endurskoðun á dreifnámi á Hvammstanga og Blönduósi og skipar Auðun Stein Sigurðsson sem fulltrúa Húnabyggðar í starfshópinn.
7.Rarik - Strenglögn í Refasveit
2403003
Strengjalögn í Refasveit
Byggðaráð hafnar beiðni Rarik um strenglögn í landi sveitarfélagsins við Enni þar sem fyrirhuguð lagnaleið fer um vatnsverndarsvæði og framtíðar skógræktar- og útivistarsvæði Húnabyggðar. Byggðaráð óskar eftir því að önnur leið verði skilgreind t.d. meðfram nýjum Þverárfjallsvegi. Jafnframt óskar byggðaráð eftir því að fá teikningu af legu strengsins yfir allt landssvæði sem tilheyrir Enni.
8.Rarik - Lagning jarðstrengja í landi Húnavalla
2403004
Lagning jarðstrengja í landi Húnavalla
Byggðarráð samþykkir beiðni um strenglögn um land Húnavalla fyrir sitt leiti, en lega strengsins sunnan Reykjabrautar tilheyrir landi Reykja.
9.Umsókn
2403008
Umsókn með nafnið ,,Hringrás í heimabyggð"
Lagt fram til kynningar.
10.Húnabyggð - Björninn heim
2312006
Svar hefur borist frá Náttúrufræðistofnun
Byggðarráð fagnar ákvörðun Náttúrfræðistofnunnar um að ísbjörninn Snædís Karen fái að koma aftur heim og bindur vonir við að af þessu geti orðið sem fyrst.
11.Tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda
2403013
Byggðaráð samþykkir framlagðar reglur um tímabundna niðurfellingu gatnargerðagjalda af byggingum par- eða raðhúsa á lóðum við Flúðabakka við þegar tilbúna götu við Flúðabakka. Niðurfellingin gildi til desember 2024.
12.Samningur við Flúðabakka ehf.
2403007
Samningur við Flúðabakka ehf. vegna byggingar á allt að níu íbúðum við Flúðabakka fyrir fólk 60 ára og eldri.
Byggðaráð samþykkir framlagðan samning við Flúðabakka ehf. og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram þannig að framkvæmdir geti hafst sem fyrst.
13.Byggðakvóti
2301003
Úthlutun byggðakvóta 2023-2024
Byggðarráð samþykkir uppfærðar sérreglur Húnabyggðar um úthlutun byggðarkvóta.
14.Lýðveldið Ísland 80 ára
2403009
Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024
Lagt fram til kynningar.
15.Húnabyggð - Staða verkefna
2308017
Framkvæmdaáætlun - staða verkefna
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi en undirbúningur framkvæmda við Íþróttamiðstöð, Skjólins og nýs stjórnsýsluhúss eru í undirbúningi og framkvæmdir sumra þeirra þegar hafnar.
16.Fundargerð 461. fundar stjórnar
2403012
Fundargerð 461. fundar stjórnar Hafnasamband Íslands
Lagt fram til kynningar.
17.Fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2403011
Fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
18.Fundargerðir 46. og 47. fundar fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands
2403010
Fundargerðir 46. og 47. fundar fagráðs
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:17.
Samþykkt samhljóða.