53. fundur 25. janúar 2024 kl. 15:00 - 17:17 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir varamaður
    Aðalmaður: Auðunn Steinn Sigurðsson
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Atli Einarsson ritari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Vegna framlaga byggðasamlaga

2401015

Útreikningur á því hvernig framlög skiptast milli sveitarfélaga lagður fram til kynningar
Umræður um framlög sveitarfélagsins til byggðasamlaga.

Byggðaráð Húnabyggðar tekur undir bókun Sveitarstjórnar Skagabyggðar frá 11. januar 2024 þar sem fram kemur að þörf sé á að skoða hallarekstur Félags- og skólaþjónustunnar vegna Sæborgar og lögð verði áhersla á að forsvarsmenn Sæborgar krefjist aukins fjármagns frá ríkinu til samræmis við rekstrarkostnað ella skili verkefninu til ríkisins.

Byggðaráð hvetur stjórnendur Byggðasamlags um menningar-og atvinnumál til að fara í framkvæmdir og viðhald á eignum byggðasamlagsins til að nýta fyrirliggjandi framlag frá ríkinu til þess verkefnis.

2.Umsögn vegna tækifærisleyfis

2401014

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar tækifærisleyfis
Byggðaráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

3.Húnabyggð - Reglur um útgáfu stöðuleyfa

2401013

Reglur um útgáfu stöðuleyfa
Byggðaráð vísar reglunum til Skipulags- og byggingafulltrúa til frekari vinnslu.

4.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2401010

Skipan fulltrúa í samráðshóp
Byggðaráð samþykkir að skipa Grím Rúnar Lárusson í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

5.Norðurá bs. - Móttaka úrgangs til urðunar

2401009

Erindi frá Norðurá bs. er varðar móttöku úrgangs til urðunar
Erindinu vísað til Umhverfisnefndar til umfjöllunar og úrlausnar.

6.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Sala eigna og leigusamningur vegna Hnjúkabyggðar
Sveitarstjóri geindi frá undirritun kaupsamnings vegna kaupa á Húnabraut 5 og fór yfir leigusamning vegna Hnjúkabyggðar 33.

Byggðaráð samþykkir að auglýsa og óska eftir tilboðum í fasteignina Blöndubyggð 14 (Ólafshús) þegar skipulagsferli um lóð fasteignarinnar er lokið. Sveitarstjóra falið að útbúa drög að sölulýsingu og leggja fyrir byggðaráð.

Sveitarstjóri greindi frá því að Húnavellir verði auglýstir til sölu á næstu vikum með aðkomu fasteignasala.

7.Íþróttamiðstöðin á Blönduósi - Fyrispurn vegna gjaldskrár

2401008

Erindi frá Íþróttamiðstöðinni er varðar gjaldskrá
Erindi er varðar ósamræmi milli innheimtu íþróttamiðstöðvar og gildandi gjaldskrár.

Sveitarstjóra falið að leiðrétta þetta ósamræmi og svara erindinu.

8.Fundargerðir fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands

2401012

Fundargerðir 42.- 44. fundar
Fundargerðir 42.-44. fundar fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands lagðar fram til kynningar.

9.Fundagerð fagráðs um málefni fatlaðs fólks á NL vestra frá 8. janúar

2401011

Fundargerð 14. fundar
Fundargerð fagráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 8. janúar lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 941. fundar stjórnar

2401016

Fundargerð 941. fundar stjórnar SíS
Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:17.

Getum við bætt efni þessarar síðu?