52. fundur 11. janúar 2024 kl. 14:00 - 15:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Fundagerðir og fjárhagsáætlun 2024

2401003

Fundargerðir Félags- og skólaþjónustu ásamt fjárhagsáætlun 2024
Lagt fram til kynningar

2.Fjölmiðlaskýrsla 2023

2401007

Fjölmiðlaskýrsla 2023
Lagt fram til kynningar

3.USAH- Skrifstofur fyrir íþróttastarf í sveitarfélaginu

2401004

Erindi frá stjórn USAH er varðar skrifstofur fyrir íþróttastarf í sveitarfélaginu
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem húsnæðið er í notkun af Húnaskóla og ófyrirséð hvenær það losnar.

4.Fundargerðir 939. og 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401005

Fundargerðir 939. og 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

5.Samningur um rekstur umdæmisráðs landsbyggða

2401006

Umdæmisráð landsbyggða
Lagt fram til kynningar
Sveitarfélagið Húnabyggð vill í ljósi þeirra frétta sem berast úr Blöndudal árétta að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þegar upp kemur riða í sveitum landsins er það gríðarlegt áfall fyrir sveitina, þyngst leggst það á ábúendur sem nú eru í óvissu um framhaldið. Hugur okkar er hjá bændunum á Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum.

Sveitarfélagið hefur sett sig í samband við Bændasamtök Íslands, MAST og Húnaþing vestra um hvaða skref hægt er stíga til að styðja við bændurna á komandi dögum og vikum. Sveitarfélagið mun eftir fremsta megni aðstoða bændurnar á erfiðum tímum.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?