Dagskrá
1.Reglur um akstur fatlaðra einstaklinga
2301020
Akstursmál fatlaðra
2.Húnabyggð - Sala eigna
2301007
Sala eigna
Byggðarráð samþykkir kauptilboð í Blöndubyggð 1 og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.
3.Húnabyggð - Haustsláttur
2308020
Haustsláttur
Sveitarstjóri upplýsti um fyrirkomulag haustsláttar. Þau svæði sem Terra hefur slegið undanfarin ár munu verða slegin fyrir veturinn.
4.Húnavallanefnd
2308021
Húnavallanefnd (varðandi meðferð eigna, innanstokksmuna o.fl)
Byggðarráð samþykkir að Ragnhildur Haraldsdóttir, Auðunn Steinn Sigurðsson, Guðmundur Haukur Jakobsson, Jón Gíslason og Elín Aradóttir skipi þessa nefnd
5.Fundargerð 96. fundar SSNV
2308025
Fundargerð 96. fundar stjórnar SSNV frá 8. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar
6.Skagabyggð - umsókn um skólavist utan lögheimils sveitarfélags
2308026
Erindi frá Skagabyggð um skólavist utan lögheimilis sveitarfélags
Fært í trúnaðarbók
7.Hraðaakstur í þéttbýli
2308027
Erindi frá íbúa á Blönduósi er varðar hraðaakstur í þéttbýli
Byggðarráð tekur undir áhyggjur íbúa og vísar erindinu til Skipulags- og byggingarnefndar sem fer með umferðarmál í sveitarfélaginu.
8.Fundargerð Fræðslunefndar - Erindum vísað til Byggðarráðs
2308022
Fundargerð fræðsluefndar, erindum vísað til Byggðarráðs
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna með leikskólastjóra er varðar brýn viðhaldsverkefni og aðgengismál við leikskólann Barnabæ og verði lokið sem fyrst.
9.Húnaskóli - Stytting vinnuvikunnar
2308023
Erindi frá Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra Húnaskóla er varðar styttingu vinnuvikunnar dagsett 14. ágúst.
Byggðarráð samþykkir erindi skólastjóra Húnaskóla.
Fundi slitið - kl. 16:50.
Er varðar akstur nemenda á starfsbraut FNV, lagði formaður til að þjónustan verði eins fram að áramótum og var síðasta skólaár. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við verktaka og vinna að útboði sem og breytingum á gjaldskrá sem taka gildi næstu áramót.
Tillagan borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.