32. fundur 22. júní 2023 kl. 15:00 - 16:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Ragnhildur sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað

1.Textílmiðstöð Íslands - Kynning

2306012

Kynning frá Textílmiðstöð Íslands
Starfsmenn Textílmiðstöðvar Íslands mættu á fundinn og héldu kynningu um starfsemina og lýstu m.a áhyggjum sínum með framtíðaráform vegna fyrirsjáanlegar vanfjármögmunar starfseminnar. Stefnt er að fundi sveitarstjóra með Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

2.Tónlistarskólinn á Akureyri - Utanbæjarnemendur

2306011

Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri er varðar nemendur úr Húnabyggð
Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að staðfesta svar til Tónlistarskólans á Akureyri. Jafnframt verður sótt um framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt reglum þar um frá árinu 2011.

3.Erindi til Skipulagsstofnunar vegna breytingar á deiliskipulagi við leikskóla

2306003

Breytingar á aðalskipulagi/deiliskipulagi við leikskólann Barnabæ
Byggðarráð samþykkir bókun sveitarstjórnar með áorðnum breytingum þar sem áréttað er að þessi breyting er gerð í tengslum við gerð deiliskipulags íbúðabyggðar við Fjallabraut, Lækjarbraut og Hólagbraut í Húnabyggð. Breytingin felur í sér að einbýlislóðir við Hólabraut 19 og 21 samtals 1.985 m² að stærð verði notaðar sem lóð undir stækkun leikskóla Húnabyggðar.

4.Landsréttur - Niðurstaða

2306009

Niðurstaða Landsréttar í máli Húnavatnshrepps gegn Þjóðskrá og Landsvirkjun
Lagt fram til kynningar.

5.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Sala eigna og staðan á leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins
Byggðarráð samþykkir kauptilboð í íbúð að Hnjúkabyggð 27. Sveitarstjóra falið að ganga frá sölunni. Byggðarráð samþykkir að tvær íbúðir fari í söluferli þ.e Skúlabraut 21 og 41

6.Fundargerðir 926.-930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2306013

Fundargerðir 926.-930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

7.Fundargerð 95. fundar stjórnar SSNV

2306014

Fundargerð 95. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð tekur undir bókun stjórnar SSNV er varðar skipun starfshóps um útrýmingu á riðuveiki:

,,Stjórn SSNV lýsir undrun sinni yfir því að hvorki Bændasamtök Íslands né Ráðgjafamiðstöð
landbúnaðarins eigi fulltrúa í starfshópi samkvæmt tillögu yfirdýralæknis. Skorar stjórn SSNV
á Matvælaráðherra að tryggja að fulltrúar þessara aðila verði þátttakendur í starfshópi um
útrýmingu á riðuveiki"

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?