30. fundur 17. maí 2023 kl. 15:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá

1.Heimsókn - Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir

2305024

Gísli og Inga Elsa fóru yfir þróun viðskiptamódels síns og hvernig framtíðaráhorf þeirra um uppbyggingu eru. Þau óska eftir því að lóðamál verði kláruð sem fyrst í nýju deiliskipulagi.

2.Erindi frá Orkustofnun

2305025

Erindinu vísað til mótunar auðlindastefnu og sveitarstjóra falið að sjá um samskipti vegna fyrirspurnarinnar.

3.Erindi um samstarf vegna byggingar húsnæðis fyrir eldri borgara

2305026

Sveitarstjóri kynnti áhuga tveggja mismunandi aðila á því að byggja búsetuúrræði fyrir eldri borgara. Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með að áhugi skuli vera á því hjá ólíkum aðilum að byggja úrræði fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með aðilunum og koma framkvæmdum af stað sem fyrst.

4.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036

2305027

Byggðaráð samþykkir svæðisáætlun um úrgang á Norðulandi en vekur athygli á því að sjálfbærni í úrgangsmálum sveitarfélaga fær lítið sem ekkert pláss sem er alvarlegt mál. Án sterkrar áherslu á sjálfbærni mun núverandi urðun í Stekkjarvík ekki minnka og í raun verður ekki séð fyrir endann á urðun nema að til komi stefnubreyting í þessum málum hjá sveitarfélögum á Norðulandi.

5.Leiksvæði við grunnskólann

2305028

Byggðarráð samþykkir að þróa sameiginlegt leiksvæði allra barna á skólalóð grunnskólans og búa þannig um hnútana að öll börn óháð getu, færni eða aldri og fjölskyldur þeirra geti verið á sama svæðinu.

6.Skógrækt og útivistarsvæði

2305029

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara í viðræður við Yggdrasil um skógrækt í landi Ennis og innan Kúagirðingar sem verði mögulega framtíðar útivistarsvæði sveitarfélagsins.

7.Eyjólfsstaðir - bakkavörn

2305032

Lagt fram til kynningar.

8.Umsögn samtaka orkusveitarfélaga um vindorkuskýrslu

2305031

Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja inn umsögn Húnabyggðar inn í samráðsgátt vegna vindorkuskýrslunnar.
Byggðarráð vill nota tækifærið og óska aðstandendum framkvæmda við nýja hótelið hjartanlega til hamingju með opnu nýja/gamla Hótel Blönduóss. Sveitarfélagið bindur miklar vonir við að þessi uppbygging sem nú fer fram eigi eftir að hafa mjög jákvæð á bæði atvinnulífið og samfélagið.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?