Dagskrá
1.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir 2023
2209015
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - synjun umsókna
Farið var yfir gögn, öllum þremur umsóknum Húnabyggðar var hafnað. Byggðarráð lýsir yfir óánægju sinni með niðurstöðuna og rökstuðninginn.
2.Plokk og hreinar lóðir
2305002
Plokk og hreinar lóðir
Byggðarráð samþykkir að plokk og hreinsunardagar í sveitarfélaginu verði 18.maí í þéttbýli tveir laugardaginn 3. júní í dreifbýli. Sveitarstjóra falið að auglýsa dagana enn frekar.
3.Ferðamál - Tímabundið starf
2305001
Ferðamál - Tímabundið starf
Sveitarstjóri kynnti að sveitarfélagið mundi auglýsa tímabundið starf verkefnastjóra ferðamála.
4.Grænt bókhald Norðurár
2305003
Grænt bókhald Norðurár
Lagt fram til kynningar.
5.Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air 66N
2305005
Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands er varðar rekstur Flugklasans Air 66N
Byggðarráð hafnar erindinu.
6.Húnabyggð - Sala eigna
2301007
Sala eigna
Byggðarráð samþykkir að setja í söluferli íbúðina Hnjúkabyggð 27 íbúð 213-6681, ásett verð sé 23.900.000.
7.SSNV - Fundagerðir 94. fundar stjórnar
2305006
Fundargerð 94. fundar SSNV
Lagt fram til kynningar.
8.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 452. fundar stjórnar
2305007
Fundargerð 452. fundar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar.
9.Samtök orkusveitarfélaga Fundargerð aukaaðalfundar
2305008
Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Lagt fram til kynningar.
10.Fjórar fundagerðir fagráðs Barnaverndar á Mið-Norðurlandi
2305009
Fundargerðir 20.-23. fundar Fagráðs Barnaverndar á Mið-Norðurlandi
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:20.