Dagskrá
1.Heimilisiðnaðarsafnið - Heimsókn forstöðumanns
2303029
Elín S. Sigurðardóttir forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins kemur á fund Byggarráðs og fer yfir málefni safnsins
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við sveitarfélögin Skagaströnd og Skagabyggð hvað varðar skipun stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins. Ennfremur skipi Húnabyggð fulltrúa í stjórnina.
2.Bunavarnir Austur-Húnvetninga - Heimsókn slökkviliðsstjóra
2303044
Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri kemur á fundinn og fer yfir starfsemina, brunavarnaráætlun og framkvæmdaáætlun næstu 3-5 ár
Byggðarráð mælir með því að framkvæmdir við nýja slökkvistöð verði kláraðar á árinu. Nauðsynlegt er að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa verkefnis og samþykki sveitarstjórnar er nauðsynlegt áður en lengra er haldið. Byggðarráð telur skynsamlegt að reynt verði að klára framkvæmdir þannig að hægt sé að gera öryggisúttekt á húsnæðinu. Byggðarráð gerir ráð fyrir að aukinn kostnaður við framkvæmdir komi niður á fjárfestingum í tækjum Brunavarna á þessu og næsta ári. Byggðarráð felur sveitarstjóra og slökkiliðsstjóra að kostnaðargreina þær framkvæmdir sem eftir eru og fá tryggingu fyrir því að verktakar geti klárað verkefnið fyrir sumarið. Slökkiviliðsstjóri leggur til við byggaðaráð að skipaður verði eldvarnarfulltrúi sveitarfélagsins. Brunavarnaráætlun sveitarfélagsins verður lögð fyrir sveitarstjórn í maí.
3.Reglur um akstur fatlaðra einstaklinga
2301020
Reglur um akstur fatlaðra einstaklinga
Byggðarráð fór yfir drög að nýjum reglum og vísar því til sveitarstjóra og félagsmálastjóra að klára ný drög þannig að hægt sé að samþykkja nýjar reglur. Einnig er því beint til sveitarstjóra og félagsmálastjóra að fá endurgjöf frá notendum áður endanlegar reglur verða lagðar fyrir.
4.Uppbót aksturs
2303043
Erindi frá Ölmu Dögg Guðmundsdóttur forstöðumanni sambýlisins á Skúlabraut er varðar uppbót vegna aksturs
Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum um tilefni erindisins og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
5.Dagvist-dagdeild aldraðra
2303036
Erindi vísað til Byggðarráðs frá Öldungaráði er varðar dagvistun-dagdvöl
Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar því til Öldungaráðs og sveitarstjóra að kostnaðargreina þetta úrræði þannig að hægt sé að taka efnislega ákvörðun um málið. Einnig er lagt til að málið verði unnið saman með félags- og skólaþjónustunni.
6.Norðurá - Ályktun og minnisblað um dýraleifar ásamt fundargerðum 108. og 109. fundar stjórnar Norðurár
2303042
Erindi frá Norðurá bs er varðar dýraleifar ásamt fundargerðum 108. og 109. fundar stjórnar Norðurár
Lagt fram til kynningar
7.Húnabyggð - Úthlutun lóða
2303035
Byggðarráð ákveður að úthluta Holtabraut 16-22 til Blöndu ehf. ZAL vék af fundi við afgreiðslu málsins.
8.Húnabyggð - Yfirdráttarheimild
2304001
Byggðaráð samþykkir að Húnabyggð taki yfirdráttarheimild að upphæð 60.000.000kr. í viðskiptabanka sínum en yfirdrættir Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar hafa verið greiddir upp að fullu.
Fundi slitið - kl. 19:00.