26. fundur 23. mars 2023 kl. 15:00 - 16:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir varamaður
    Aðalmaður: Auðunn Steinn Sigurðsson
  • Birgir Þór Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Ragnhildur Haraldsdóttir
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Zophonías Ari Lárusson stjórnar fundi í stað Auðuns S. Sigurðssonar sem var fjarvarandi.

1.Skýrsla um stjórnsýsluskoðun

2303033

Skýrsla um stjórnsýsluskoðun
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að uppfæra stöðu skýslunnar við KPMG og vinna að úrbótum.

2.Vatnslögn - Veiðihús og Skotfélagið Markviss - Tilboð

2303022

Tilboð í vatnslögn
Byggðarráð Húnabyggðar samþykkir að veita 500.000 króna viðbótarstyrk við þær 2.000.000 sem áður var búið að samþykkja vegna framkvæmda við vatnsveitu. Gert var ráð fyrir þessum kostnaðarlið í fjárhagsáætlun 2023.

3.Textílmiðstöð Íslands - Umsögn um tillögu að þingsályktun

2303027

Umsögn um tillögu að þingsályktun
Lagt fram til kynningar.

4.Hveravallafélagið ehf. - Boðun til aðalfundar

2303026

Boðun aðalfundar Hveravallafélagsins ehf
Byggðarráð samþykkir að Pétur Arason, sveitarstjóri fari á fundinn sem fulltrúi sveitarfélagsins.

5.Fundagerðir og reglur er varðar Barnavernd á Mið-Norðurlandi

2303024

Fundagerðir fagráðs, fundagerð framkvæmdaráðs ásamt reglum um fjárstyrk til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum
Fundagerðir lagðar fram til kynningar. Reglum um fjárstyrk til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Fundargerð 4. fundar framkvæmdaráðs fatlaðs fólks

2303025

Fundagerð framkvæmdaráðs um málefni fatlaðs fólks
Lagt fram til kynningar

7.SSNV - Fundagerðir 91. og 92. fundar stjórnar

2303030

Fundargerðir 91. og 92. fundar stjórnar
Lagt fram til kynningar

8.Samtök orkusveitarfélaga - Fundagerðir frá 55.,56. og 57. og 58 fundi stjórnar

2303031

Fundagerðir 55.,56.,57.og 58. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 920. fundar

2303032

Fundargerð 920. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

10.Fundargerð 450. fundar stjórnar

2303034

Fundagerð 450. fundar Hafnasamband Íslands
Lagt fram til kynningar

11.Húnabyggð - Úthlutun lóða

2303035

Úthlutun lóða
Fyrirliggja fimm umsóknir um þrjár lóðir.

Byggðarráð samþykkir að úthluta Benedikt Þórissyni lóðinni Fjallabraut 5-7

ZAL vék af fundi 16:25. og tók Elín Aradóttir við stjórn fundarins.

Tvær umsóknir bárust um lóðina Holtabraut 24-26 og einnig tvær umsóknir um lóðina Holtabraut 28-30.

Draga þarf um lóðaúthlutunina og mætti Birna Ágústsdóttir, Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra til þess að annast útdrátinn.

Við útdrátt um lóðina Holtabraut 24-26 kom upp nafn Stiganda ehf.
Gætti Sýslumaður að því hvort nafn hins umsækjandans væri á þeim miða sem eftir varð, og reyndist svo vera.

Byggðarráð samþykkir að úthluta Stíganda ehf. lóðinni Holtabraut 24-26.

Við útdrátt um lóðina Holtabraut 28-30 kom upp nafn Blanda ehf.
Gætti Sýslumaður að því hvort nafn hins umsækjandans væri á þeim miða sem eftir varð, og reyndist svo vera.

Byggðarráð samþykkir að úthluta Blöndu ehf. lóðinni Holtabraut 28-30

ZAL mætti aftur til fundar 16:35 og tók við stjórn fundarins.

Byggðarráð samþykkir að opna fyrir umsóknir um lóðir að nýju og verða lóðum nú framvegis úthlutaðar á reglulegum fundum Byggðarráðs sem öllu jafna eru haldnir á tveggja vikna fresti. Umsóknir þurfa að berast tveimur sólarhringum fyrir fund Byggðarráðs til þess að þær séu teknar fyrir. Upplýsingar um fundartíma Byggðarráðs má nálgast á skrifstofu Húnabyggðar.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?