24. fundur 23. febrúar 2023 kl. 15:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Edda Brynleifsdóttir
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Vinnuskóli Húnabyggðar 2023

2302030

Snjólaug M. Jónsdóttir forstöðumaður Vinnuskóla Húnabyggðar mætir á fundinn undir þessum lið.
Snjólaug fór yfir málefni Vinnuskólans og línurnar lagðar fyrir sumarið 2023. Snjólaug vék af fundi 15:50.

2.Úthlutunarreglur nýrra lóða

2211029

Úthlutunarreglur nýrra lóða
Byggðarráð samþykkir lítilsháttar breytingar á úthlutunarreglum.

3.Úthlutun lóða - Ívilnanir

2302033

úthlutun lóða - Ívilnanir
Samkvæmt 5. grein Samþykkta um gatnagerðargjöld Húnabyggðar er sveitarstjóra falið að semja ívilnunarreglur er varðar lóðirnar við Holtabraut 16-22,24-26 og 28-30. Veittur verði 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum af þessum lóðum.

4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

2110025

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar afskriftir
Afskriftabeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, samtals 989.354 krónur vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda. Fært í trúnaðarbók. Samþykkt samhljóða

5.Húnabyggð - Samningar við íþróttafélög og félagasamtök

2302031

Kynning á nýjum samningum við íþróttafélög og félagasamtök
Magnús Sigurjónsson fór yfir nýgerða samninga við íþróttafélög og félagasamtök sem flestir eru til þriggja ára

6.Framkvæmdir í og við Húnaskóla

2302032

Framkvæmdir í og við Húnaskóla
Leið og tækifæri gefst verður sett upp girðing við Húnaskóla, búið er að kaupa efnið. Sveitarstjóri fór yfir þær endurbætur sem á að fara í næsta sumar við skólann.

7.Sorpmál

2211012

Niðurgreiðlur sorpgjalda 2023-2025
Samkvæmt lögum nr.55/2003 er sveitarfélögum skylt að innheimta gjald sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Byggðarráð samþykkir að niðurgreiðslu meðhöndlun úrgangs verði hætt árið 2025. Fyrirhugað er að gera það í skrefum milli ára.

8.SSNV - Fundargerð 90. fundar stjórnar

2302029

Fundargerð 90. fundar stjórnar SSNV frá 7. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?