22. fundur 19. janúar 2023 kl. 15:00 - 16:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson varamaður
    Aðalmaður: Edda Brynleifsdóttir
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Kynningarfundur um samstarfsverkefni með pólskum sveitarfélögum

2301018

Kynningarfundir um samstarfsverkefni með pólskum sveitarfélögum með tilstyrk EES uppbyggingarsjóðsins
Byggðarráð samþykkir að Magnús Sigurjónsson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins

2.Reglur um akstur eldri borgara

2301019

Nýjar reglur um akstur eldri borgara
Fyrir fundinum liggur drög að nýjum reglum um akstur eldri borgara. Umræður urðu um reglurnar. Reglunum vísað til Öldungaráðs til umsagnar.

3.Reglur um akstur fatlaðra einstaklinga

2301020

Nýjar reglur um akstur fatlaðs fólks
Fyrir fundinum liggur drög að nýjum reglum um akstur fatlaðra einstaklinga. Umræður urðu um reglurnar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að reglunum.

4.Úthlutunarreglur nýrra lóða

2211029

Farið yfir úthlutunarreglur nýrra lóða
Farið yfir úthlutunarreglur lóða og gjaldskrá gatnagerðargjalda. Sveitarstjóra falið að gera klára reglurnar. 15. febrúar nk. er fyrirhugaður kynningarfundur á nýju hverfi norðan Heiðarbrautar.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?