15. fundur 24. nóvember 2022 kl. 15:00 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Umhverfisstofnun - Tilnefning í vatnasvæðanefnd

2211037

Erindi frá Umhverfisstofnun er varðar tilnefningu í vatnasvæðanefnd.
Byggðarráð tilnefnir Pétur Arason og Elínu Ósk Gísladóttir sem aðalmenn og Auðun Stein Sigurðsson til vara.

2.Skagabyggð - Lýsing heimreiða í Skagabyggð

2211038

Erindi frá Skagabyggð er varðar lýsingu heimreiða í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar

3.Lagfæring á steingirðingu Þingeyrakirkjugarðs

2208023

Erindið var tekið fyrir á 5. fundi byggðarráðs Húnabyggðar. Nú liggur kostnaðaráætlun fyrir.
Vísað til fjárhagsáætlunar 2023

4.Húnabyggð - Reglur um aksturgreiðslur nefndarmanna

2211041

Reglur um akstursstyrki nefndarmanna í nýju sveitarfélagi.
Sveitarstjóri fór yfir reglur er varðar ferðir embættismanna og kjörinna fulltrúa utan sveitarfélagsins.

5.Brunarvarnir A-Hún - Vatnsveita - Brunahanar við atvinnuhúsnæði

2211040

Erindi frá Brunavörnum A-Hún er varðar lausn á málefnum vatnsveitu og sér í lagi tengt brunahönum við gagnaver og á Miðholti.
Byggðarráð vill hraða framkvæmdum við dæluhús eins og kostur er til þess að tryggja nægan þrýsting á vatni.

6.Samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd

2211039

Erindi frá sviðstjórum og félagmálastjórum sveitarfélaga á mið Norurlandi um samstarf um barnavernd.
Lagt fram til kynningar og erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Húnabyggð - Leigugjald við Húnavelli ehf.

2211044

Leigugjald við Húnavelli ehf. vegna skólahúsnæðis
Sveitarstjóra falið að ræða við leigutaka er varðar fyrirkomulag vetrarleigu á skólahúsnæði.

8.Húnabyggð - Samningur um skrifstofu milli Húnavatnshrepps og Fasteingafélags Húnabyggðar

2211043

Uppsögn á leigu fyrir skrifstofu Húnavatnshrepps.
Byggðarráð samþykkir að segja upp leigu á skrifstofuhúsnæði á Húnavöllum.

9.Samtök orkusveitarfélaga - Fundargerðir

2211042

Fundargerð 53. fundar stjórnar Samtaka Orkusveitarfélaga og fundargerð aðalfundar Samtakanna frá 11. nóvember.
Lagt fram til kynningar

10.Fjárhagsáætlun 2023

2208010

Vinna við fjárhagsáætlun 2023.
Friðrik Halldór skrifstofu- og fjármálastjóri mætti á fundinn klukkan 16:05 Farið var yfir fjárhagsáætlun 2023. Umræður urðu um fjárhagsáætlunina og henni vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?