13. fundur 17. nóvember 2022 kl. 15:00 - 17:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Berglind Hlín Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Jón Gíslason
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Fyrirspurn er varðar útdeilingu lóða fyrir fatlað fólk

2211028

Erindi frá Félagsmálastjóra Skagafjarðar er varðar útdeilingar á lóðum fyrir fatlað fólk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða fund með félagsmálafulltrúm og kynna þeim m.a nýtt hverfi sem er að fara í lóðarúthlutun í byrjun árs.

2.Blöndubyggð 13 - Umsókn um lóð

2211036

Erindi víðað til Byggarráðs er varðar umsókn Davíðs Kr. Guðmundssonar um lóðina Blöndubyggð 13.
Byggðarráð samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni og vísar í bókun Skipulags- og byggingarnefndar frá fundi hennar 2. nóvember sl. Umrædd lóð mun heita Blöndubyggð 11.

3.Úthlutunarreglur nýrra lóða

2211029

Úthlutunarreglur við úthlutun byggingarlóða.
Byggingarfulltrúi fór yfir drög að úthlutunarreglum byggingalóða í Húnabyggð. Umræður urðu um reglurnar og athugasemdir gerðar. Byggingarfulltrúa falið að búa til sérreglur um nýtt hverfi norðan leikskóla

Þorgils vék af fundi 16:12

4.Skipan í Öldungaráð Húnabyggðar

2211030

Tilnefning fulltrúa í Öldungaráð Húnabyggðar.
Byggðarráð tilnefnir Ásdísi Ýr Arnardóttur, Magnús Sigurjónsson og Jón Gíslason aðalmenn og Ragnhildi Haraldsdóttur, Auðun Stein Sigurðsson og Eddu Brynleifsdóttur sem varamenn. Formaður byggðarráðs kallar eftir tilnefningum frá Félagi eldri borgara og HSN.

5.Fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiða - Svarbréf

2211031

Svarbréf og fundargerð Fjallskilastjórnar Grímstungu-og Haukagilsheiða.
Lagt fram til kynningar.

6.Nálgun við hin sveitafélögin vegna slita á byggðasamlögum

2211032

Nálgun sveitarfélagsins vegna slita á byggðasamlögum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð og óska eftir fundi vegna slita byggðasamlaga.

7.Nálgun vegna samninga við styrkþega sveitafélagsins (félög og samtök)

2211033

Nálgun vegna samninga við styrkþega sveitarfélagins er varðar félög og félagasamtök.
Farið var yfir samninga við félög og félagasamtök, styrki, auglýsingar og markaðsmál. Frekari umræðu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

8.Húnabyggð - Sala á Húnavöllum

2211034

Sala Húnavalla.
Sveitarstjóra falið að segja upp leigusamningi við rekstaraðila Húnavellir ehf.(620819-0690)

9.Húnabyggð - Jólaundirbúningur

2211035

Jólaundirbúningur
Sveitarstjóri fór yfir ýmis mál er varðar aðdraganda jóla.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?