11. fundur 10. nóvember 2022 kl. 15:30 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá
Á fundinn mættu einnig Jón Ari Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG

1.Innheimta meðlaga

2211027

Byggðarráð Húnabyggðar fagnar þeim áformum Innviðaráðuneytis að færa innheimtu meðlaga til ríkisins með það að leiðarljósi að skapa trausta umgjörð um innheimtu meðlaga og annarra framfærsluframlaga, einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, stuðla að jákvæðri þróun starfseminnar og bæta þjónustu við meðlagsgreiðendur, eins og fram kemur í samráðsgátt stjórnvalda. Þá fagnar byggðarráð Húnabyggðar því að Innviðaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu að verkefnið sé best staðsett hjá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, sem staðsett er hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra á Blönduósi. Niðurstaðan er tilkomin vegna langrar reynslu sýslumannsembættanna af innheimtu ýmissa opinberra gjalda og góðs árangurs innheimtumiðstöðvarinnar á Blönduósi.

2.Fjármál

2211004

Ráðgjafar KPMG fóru yfir sameiginlegan rekstrar- og efnahagsreikning Húnabyggðar. Mikil vinna hefur verið að undanförnu að sameina bókhald sveitafélaganna og stendur sú vinna ennþá yfir. Lögð hafa verið drög að fjárhagsáætlun en fyrsta umræða um fjárhagsáætlunina fer fram 15. nóvember. Eins er hafin vinna við það að einfalda rekstrarumhverfi sveitafélagins sem er töluvert flókið.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?