5. fundur 24. ágúst 2022 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Ragnhildur Haraldsdóttir
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Valdimar O. Hermannsson Staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Vegagerðin - framvæmdir

2208025

Klifið hjá Bollastöðum.
Staðgengill sveitarstjóra greindi frá samskiptum sínum við Vegagerðina vegna þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar hefa verið við klifið hjá Bollastöðum.
Byggðaráð Húnabyggðar ítrekar hér með við Vegagerðina að gerðar verði þær ráðstafanir sem um hefur verið rætt og áætlað hafði verið á þessu ári. Þá óskar byggðaráð eftir því að fá fulltrúa Vegagerðarinnar á næsta fund byggðaráðs, til þess að fara yfir stöðu vegamála í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

2.Girðingar á Víðidalstunguheiði

2208024

Erindi sem vísað var frá sveitarstjórn Húnavatnshrepps til nýrrar stjórnar Húnabyggðar.
Byggðaráð Húnabyggðar óskar eftir nánari upplýsingum og kostnaðarmati á verkefninu, frá Fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiða í samráði við Fjallskilastjórn Víðdælinga.

3.Framkvæmdir 2022

2202019

Farið yfir stöðu framkvæmda - framhald.
Á síðasta fundi byggðaráðs var farið yfir helstu framkvæmdir í þéttbýli Húnabyggðar, en staða helstu framkvæmd eru að öðru leyti eftirfarandi:

A: Húnaver: Lokið er við að skipta um þak á hluta hússins (ekki yfir sal) en unnið er við að gera upp íbúð, og einnig er varmadæla í pöntun.
B: Dalsmynni: Klæða á húsið að utan í haust/vetur og er búið að kaupa efni og semja við verktaka um að sjá um verkið.
C: Auðkúlurétt: Steypuviðgerðir á réttinni, í áföngum og endurnýjun á girðingum í nátthaga gerðar að hluta. Búið að semja við verktaka um þessa verkþætti.
D: Húnavellir: Vinna hefur verið í gangi við endurgerð íbúða, sem ekki var lokið í vor en einnig hefur verður áfram viðhaldsvinna við sundlaug en viðgerð í leikskóla er lokið
E: Öndvegi:Verið er að klára ýmis mál og unnið að frágangi í skála.
F: Þrístapar: Verk í vinnslu, og mun halda áfram á móti fenginni styrkveitingu.
G: Skólahúsið við Sveinstaði: Búið er að einangra húsið og múra að utan, en fyrir liggur að taka næst glugga, hurðir og frágang á þaki og niðurfallsrörm.

Til athugunnar: Byggðaráð felur sveitarstjóra að skipuleggja skoðunarferð með sveitarstjórn um sveitarfélagið, sem fyrst, þar sem skoðaðar verði helstu framkvæmdir og eignir sveitarfélagsins.

4.Notendaráð

2208026

Undirbúningur að stofnun Notendaráðs.
Staðgengill sveitarstjóra greindi frá því að kallað hafi verið eftir tilnefningum frá Þroskahjálp og Öryrkjabandalaginu í notendaráð Húnabyggðar, svo hægt sé að klára tilnefningar í ráðið á næsta fundi sveitarstjórnar.

5.Heimasíða Húnabyggðar

2208027

Farið yfir stöðu mála varðandi heimasíðu Húnabyggðar.
Upplýst var um nýleg samskipti við STEFNU, og vísað í verksamning frá því í lok júni.
Hönnun átti að vera lokið en vegna sumarleyfa og mannabreytinga hjá STEFNU hefur verkið því tafist. Byggðaráð ítrekar að þessi vinna verði kláruð sem allra fyrst og ný heimasíða kynnt.

6.Lagfæring á steingirðingu Þingeyrakirkjugarðs

2208023

Fyrirhugað er að lagfæra steingirðingu kringum kirkjugarð Þingeyraklausturskirkju. Verkið felst í hreinsun á mosa, fjarlægja gróður við steinvegg, lagfæra steypuskemmdir með múrviðgerðum og sementskústun.
Framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs hefur lofað styrk til framkvæmdanna á þessu ári, ein milljón króna.
Óskað er eftir að sveitarstjórn Húnabyggðar styrki verkefnið með fjárframlögum og er þá vísað til samnings milli kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. júni 2007.
Fyrir hönd sóknarnefndar Þingeyrasóknar sækir Björn Magnússon, formaður nefndarinnar, um framlag frá Húnabyggð til framkvæmdanna á þessu ári, allt að einni miljón króna.
Byggðaráð Húnabyggðar tekur vel í erindið og vísar kostnaði til fjárhagsáætlunar f.v. Húnavatnshrepps. Einnig óskar byggðaráð eftir því að fá kostnaðar- og verkáætlun fyrir verkið.

7.Tillögur að aðgerðum til að liðka fyrir ráðningum starfsfólks á leikskóla

2208019

Erindi vísað til Byggðaráðs frá 7. fundi sveitarstjórnar.
Málið er ennþá í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi byggðaráðs.

8.Staða leikskólamála, yfirlit og helstu úrlausnarefni

2208016

Erindi vísað til Byggðaráðs frá 7. fundi sveitarstjórnar.
Farið yfir stöðu mála.
Staðgengill sveitarstjóra upplýsti um vinnufund hans með sveitarstjóra, arkitekt og framkvæmdastjóra Stíganda ásamt stjórnendur leikskólans, sem fram fór mánudaginn 22.ágúst s.l., og kynnti minnisblað sem gert var eftir fundinn um framhald aðgerða þar sem fram koma m.a. aðgerðir um bætt aðgengi að báðum inngöngum leikskólans.
Þá samþykkir byggðaráð að lagfært verði aðgengi frá leikskóla að gangbraut yfir Heiðarbraut. Einnig þarf að huga að framtíðarlausn á húsnæðismálum leikskólans sem allra fyrst.

9.Umferðaröryggismál við Húnabraut

2208028

Umræður urðu um umferðaröryggi við Húnabraut, þar sem skólar eru nú hafnir og Félagsmiðstöðin Skjólið hefur fengið inni tímabundið að Húnabraut 5.

Vegna aukinnar umferðar skólabarna að Húnabraut 5, þar sem frístundastarf fer fram, felur byggðaráð Húnabyggðar Skipulags- og bygginganefnd að koma með tillögur að auknu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á þessu svæði.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?