Dagskrá
1.Stefna ehf. - heimasíða Húnabyggðar
2206042
Heimasíða Húnabyggðar - nýr vefur.
Fyrir fundinum liggur Verksamningur frá Stefnu, fyrir Húnabyggð - nýr vefur, ásamt lýsingu og verkáætlun. Einar Kristján gerði grein fyrir samskiptum sínum við Stefnu og innihaldi verksamnings, ásamt áætluðum tímaramma og kostnaði.
Byggðaráð samþykkir samninginn og vísar kostnaði til endurskoðunnar/viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
Byggðaráð samþykkir samninginn og vísar kostnaði til endurskoðunnar/viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
2.Námsstyrkir til framhaldsskólanema í Húnabyggð
2206043
Kynning á fyrirkomulagi Húnavatnshrepps vegna námsstyrks til framhaldsskólanema.
Farið var yfir fyrirkomulag sem verið hefur hjá Húnavatnshreppi varðandi námsstyrki til framhaldsskólanema, en í sameiningarviðræðum sveitarfélaganna þá var gefið út að það fyrirkomulag yrði haft til hliðsjónar fyrir alla framhaldskólanema í Húnabyggð. Upphæð fyrir haustönn 2022 verði kr. 60.000 á námsmann.
Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka upp slíkt fyrirkomulag,kostnaði til endurskoðunnar/viðauka fjárhagsáætlunar 2022 og einnig til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka upp slíkt fyrirkomulag,kostnaði til endurskoðunnar/viðauka fjárhagsáætlunar 2022 og einnig til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnar.
3.Umsókn um hljóðfæranám á grunnstigi
2206044
Umsókn í Tónlistarskólann á Akureyri frá nemanda með lögheimili í Húnabyggð.
Fyrir liggur erindi vegna hljóðfæranáms á grunnstigi fyrir einstakling með lögheimili í sveitarfélaginu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kemur til með að greiða þennan kennslukostnað að hluta semkvæmt samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga frá 2011.
Byggðaráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að staðfesta það og sækja um framlag til Jöfnunarstjóðs vegna þessa.
Byggðaráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að staðfesta það og sækja um framlag til Jöfnunarstjóðs vegna þessa.
4.Forgangsröðun framkvæmda og áherslur-tillögur til nýrrar sveitarstjórnar
2206045
Áherslur framkvæmdanefndar - farið yfir stöðu framkvæmda.
Farið var yfir áherslur Framkvæmdanefndar Blönduósbæjar, frá 9. fundi sínum 25. maí, s.l. sem vísað var til nýrrar sveitarstjórnar. Einnig var farið yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu Húnabyggð árið 2022. Samþykkt að halda áfram með verkefnið Félagsheimilið Blönduósi ehf., samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá vísa kostnaði til endurskoðunnar/viðauka fjárhagsáætlunar 2022. Stöðu annara framkvæmda er vísað til næsta fundar byggðaráðs.
5.Bréf til veiðiréttarhafa Blöndu og Svartár
2206046
Veiðifélag Blöndu og Svartár óskar eftir gögnum og upplýsingum um atriði sem kunna að skipta máli við gerð nýs arðskrármats fyrir Blöndu og Svartá.
Lagt fram til kynningar, en lögfræðingi sveitarfélagsins var falið að svara erindinu í samráði við sveitarstjóra og forseta sveitarstjórnar. Hefur þegar verið svarað.
6.Hrafnabjörg
2206047
Ábúendur á Hrafnabjörgum óska eftir því að sveitarfélagið girði fjárhelda girðingu frá réttinni á Hrafnabjargartungu og fram í girðinguna á hrossahólfinu við ristarhliðið í sumar.
Byggðaráð vísar málinu til Landbúnaðarnefndar til umfjöllunar og álitsgjafar í samráði við viðkomandi fjallskiladeild.
7.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
2206048
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021.
Lagt fram til kynningar en í erindinu er meðal annars vakin athygli á þeim viðmiðum sem gilda um fjármál sveitarfélaga, þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnun er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025.
Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023, og þriggja ára áætlun 2024 - 2026.
Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023, og þriggja ára áætlun 2024 - 2026.
8.Framlög vegna sameiningar
2206049
Uppreiknað framlag Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur nú uppfært áætluð framlög vegna sameiningar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, miðað við ársreikninga 2021. Heildarframlag samkvæmt því nemur 687 m.kr. sem er hækkun um 133 m.kr. frá fyrir áætlun. Óskað hefur verið eftir frekari endurskoðun á framlöginum og eftir er að stilla upp greiðsluáætlun vegna þessa.
9.Svar við umsókn um fjárveitingu til styrkvega 2022
2206050
Vegagerðin hefur samþykkt að veita styrki til verkefna árið 2022.
Samtals fjárveiting til styrkvega í Húnabyggð 2022, 4.500.000 kr.
Samtals fjárveiting til styrkvega í Húnabyggð 2022, 4.500.000 kr.
Lagt fram til kynningar en byggðaráð fagnar fjárveitingum til styrkvega 2022, og felur Landbúnaðarnefnd að vinna málið áfram samkvæmt meðfylgjandi leiðbeinignum. Byggðaráð leggur til eftirfarandi ráðstöfun á styrkvegarframlagi:
1. 1.500.000 fari í vegslóða á Laxárdal
2. 2.000.000 fari til vegabóta á Grímstungu- og Haukagilsheiðum
3. 450.000 fari til vegabóta á Auðkúluheiði
4. 370.030 fari til vegabóta og aðkomu skilarétta
Samkvæmt fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps þá voru áætlaðar 2. m.kr. til vegabóta, og þegar hefur verið ráðstafað af þessum lið kr 2.179.970-
1. 1.500.000 fari í vegslóða á Laxárdal
2. 2.000.000 fari til vegabóta á Grímstungu- og Haukagilsheiðum
3. 450.000 fari til vegabóta á Auðkúluheiði
4. 370.030 fari til vegabóta og aðkomu skilarétta
Samkvæmt fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps þá voru áætlaðar 2. m.kr. til vegabóta, og þegar hefur verið ráðstafað af þessum lið kr 2.179.970-
10.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 444. fundar
2206051
Fundargerð 444. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar
11.Hafnsamband Íslands - styrkir vegna fordæmisgefandi dómsmála
2206052
Á 444. stjórnarfundi Hafnasambands Íslands sem haldinn var 14. júní sl. voru samþykktar reglur um styrki vegna fordæmisgefandi úrskurða og dómsmála er varða hafnarrekstur.
Byggðaráð fagnar fram komnum reglum.
12.Umsögn Húnabyggðar um drög að reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum
2206053
Eftirfrandi bókun var samþykkt af Byggðaráði Húnabyggðar og mun verða send inn í samráðsgátt, sem athugasemd við reglugerðina. Blóðtaka er mikilvægur þáttur landbúnaðar í Húnabyggð og hefur um árabil verið mikilvæg stoð í atvinnulífi í dreifbýli sveitarfélagsins. Byggðaráð Húnabyggðar telur eðlilegt að skerpt sé á umgjörð um blóðtöku og unnið sé markvisst að því að tryggja velferð og heilbrigði þess búfénaðs sem um ræðir. Í reglugerðardrögunum eru þó atriði sem setja núverandi starfsemi bænda skorður, sem ekki eru nægjanlega rökstuddar. Er hér sérstaklega vísað til liðar 8e, en þar segir: „Aldrei má taka meira en 5 lítra af blóði vikulega úr hryssu og að hámarki í 6 vikur ár hvert.“ Hingað til hefur mátt draga blóð úr hryssum í allt að 8 skipti (vikur). Byggðaráð bendir á að í skýrslu þeirri er liggur til grundvallar reglugerðardrögunum koma ekki fram nein vísindaleg rök fyrir þessari breytingu. Breyting þessi veldur hins vegar verulegri tekjuskerðingu hjá þeim bændum sem greinina stunda. Eðlilegt væri að frekari rannsóknir væru unnar á áhrifum blóðtöku á gripina áður en verulegar breytingar eru gerðir á því verklagi sem viðgengist hefur í áratugi. Einnig telur byggðaráð að of skammur tími sé gefin frá áformaðri gildistöku reglugerðarinnar þar til blóðtaka hjá bændum á að hefjast. Að öðru leyti tekur Byggðaráð Húnabyggðar undir umsögn Bændasamtaka Íslands um sama málefni, dagsett 30. júní 2022 og sent Matvælaráðuneytinu.
13.Byggðamerki
2206054
Fyrir fundinum liggur minnisblað um auglýsta samkeppni um gerð byggðamerkis fyrir Húnabyggð þar sem fram kemur tillaga um 3ja manna matsnefnd, skipuð einum fulltrúa frá sveitarstjórn, fulltrúa frá FÍT og Hring Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra Gagarín. Lagt er til að verðlaunafé sé kr 600 þús fyrir 1. sæti, 300 þús kr fyrir 2. sæti og 150 þús kr fyrir 3. sæti.
Byggðaráð samþykkir ofangreindar tillögur og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram á grundvelli minnisblaðs.
Byggðaráð samþykkir ofangreindar tillögur og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram á grundvelli minnisblaðs.
14.Bankaviðskipti
2206055
Sveitarstjórar kynntu viðræður sínar við Landsbanka og Arionbanka um bankaviðskipti sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Zophonías Ari tók við fundarstjórn kl. 15:45 með samþykki fundarmanna.
Fundarhlé var gert frá kl. 16:00 - 16:40.
Birgir Þór Haraldsson kom til fundar kl. 16:40 í stað RH.