Dagskrá
1.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 22
1607001F
Fundargerð 22. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 65. fundi byggðaráðs eins og einstök erindi bera með sér.
- 1.1 1607003 Hnjúkabyggð 32 - Umsókn um byggingarleyfiSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 22 Erla Ísafold vék af fundi undir þessum dagskrárlið vegna tengsla við umsækjanda. Nefndin telur að ekki þurfi að grendarkynna framkvæmdina og samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 65. fundi byggðaráðs 14. júlí 2016 með þremur atkvæðum.
- 1.2 1607002 Stekkjarvík, stækkun á urðunarhólfi - Umsókn um framkvæmdaleyfiSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 22 Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 65. fundi byggðaráðs 14. júlí 2016 með þremur atkvæðum.
- 1.3 1607001 Ljósleiðari í dreifbýli - Umsókn um framkvæmdaleyfiSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 22 Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda liggi fyrir leyfi annara aðila er málið varðar. Bókun fundar Hörður Ríkharðsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Óheppilegt er að svo fer að ljósleiðarar liggi hlið við hlið í landi sveitarfélagsins. Skora ég á alla hlutaðeigandi aðila að forða því eins og kostur er."
Afgreiðsla 22. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 65. fundi byggðaráðs 14. júlí 2016 með þremur atkvæðum. - 1.4 1605027 Brennsluofn - Umsókn um byggingarleyfiSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 22 Nefndin samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 65. fundi byggðaráðs 14. júlí 2016 með þremur atkvæðum.
- 1.5 1604029 Lögmannsstofan ehf - erindi vegna lóðarleigusamningsSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 22 Nefndi samþykkir framangreinda málsmeðferð. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 65. fundi byggðaráðs 14. júlí 2016 með þremur atkvæðum.
- 1.6 1502012 Samþykkt um umferðar- og auglýsingaskiltiSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 22 Nefndin yfirfór samþykktina og lagði til breytingar á bráðabirgðaákvæði 6. greinar. Nefndin samþykkti breytinguna með 4 atkvæðum, Jakob Jónsson sat hjá við afgreiðsluna. Bókun fundar Afgreiðsla þessa liðar frestað.
- 1.7 1607004 Umhverfisviðurkenning 2016Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 22 Nefndin ákvað að fara í vettvangsskoðun og skoða garða garða. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
2.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 16
1606007F
Fundargerð 16. fundar fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 65. fundi byggðaráðs eins og einstök erindi bera með sér.
- 2.1 1605030 Starfsmannamál Blönduskóla 2016 - 2017Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 16 Starfsmannamál Blönduskóla 2016 - 2017 ? 1605030
Undir þessum lið sátu eftirtaldir áheyrnarfulltrúar vegna Blönduskóla fundinn; Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri og Lilja Jóhanna Árnadóttir, áheyrnarfulltrúi kennara.
Þórdís Hauksdóttir segir starfi sínu lausu sem kennari við Blönduskóla, en hún var í ársleyfi síðastliðinn vetur. Hrefna Ósk Þórsdóttir verður verkefnisstjóri sérkennslu næsta vetur, en hún var að ljúka Mastersnámi í sérkennslu í vor.
Þrjár umsóknir bárust um stöðu aðstoðarskólastjóra. Umsóknir bárust frá Önnu Margreti Sigurðardóttur kennara, Magnúsi Sigurjónssyni leiðbeinanda og Þuríði Þorláksdóttur kennara. Tillaga skólastjóra að aðstoðarskólastjóra er að Þuríður Þorláksdóttir verði ráðin.
Fræðslunefnd styður það og leggur til að við bæjarstjórn að ganga til samninga við Þuríði Þorláksdóttur.
Skólastjórn og fræðslunefd þakka Magdalenu Berglindi og Þórdísi fyrir gott samstarf og vel unnin störf.
Í kjölfar auglýsingar um kennarstöður í vor bárust sex umsóknir.
Þórhalla mælir með eftirfarandi aðilum í auglýst störf: Brynhildi Erlu Jakobsdóttur, kennara, Katrínu Hallgrímsdóttur, leiðbeinanda, Magdalenu Berglindi Björnsdóttur, kennara, Magnúsi Sigurjónssyni, leiðbeinanda, Páleyju Sonju Wium Ragnarsdóttur, leiðbeinanda.
Tillaga Þórhöllu er samþykkt.
Að þessum dagskrárlið loknum véku áheyrnarfulltrúar vegna Blönduskóla af fundi.
Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 65. fundi byggðaráðs 14. júlí 2016 með þremur atkvæðum. - 2.2 1606023 Skóladagatal Barnabæjar 2016 - 2017Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 16 Til fundarins komu eftirtaldir áheyrnarfulltrúar vegna Barnabæjar; Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, leikskólastjóri og Sigríður Helga Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi kennara.
Dagatalið er með hefðbundnum hætti fyrir utan þrjá samfellda starfsdaga fyrir páska sem ætlaðir eru í fyrirhugaða námsferð starfsmanna erlendis, þetta er þó sett fram með fyrirvara um að hægt sé að fara á þessum tíma.
Tillaga Jóhönnu er samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 65. fundi byggðaráðs 14. júlí 2016 með þremur atkvæðum. - 2.3 1606024 Starfsmannamál BarnabæjarFræðslunefnd Blönduósbæjar - 16 Anna Margrét Arnardóttir hefur sagt upp aðstoðarskólastjórastöðu sinni frá og með 1. september næstkomandi en mun halda áfram störfum við Leikskólann Barnabæ. Staðan hefur verið auglýst til umsóknar innan leikskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 65. fundi byggðaráðs 14. júlí 2016 með þremur atkvæðum.
3.Byggðasamlag um menningu og atvinnumál í A - Hún - fundargerð frá 9. júní 2016
1607013
Fundargerð Byggðasamlags um menningu og atvinnumál frá 9. júní 2016 lögð fram til kynningar.
4.Brunavarnir Austur - Húnavatnssýslu - fudnargerð 14.júní 2016
1607014
Fundargerð Brunavarna Austur - Húnavatnssýslu frá 14. júní 2016 lögð fram til kynningar.
5.Félags- og skólaþjónusta A - Hún - fundargerð frá 23. júní 2016
1607007
Fundargerð Félgs- og skólaþjónustu A - Hún frá 23. júní 2016 lögð fram til kynningar.
6.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 24. júní 2016
1607005
Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. júní 2016 lögð fram til kynningar.
7.Landsskipulagsstefna 2015 - 2026
1501002
Í landsskipulagsstefnu er sett fram sjónarmið og áherslur í skipulagsmálum, til útfærslu í skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Sveitarfélög skulu byggja á landsskipulagsstefnu við gerð aðal-og svæðisskipulags og taka mið af henni við gerð skipulagsáætlana.
Til að stuðla að góðri upplýsingamiðlun og samráði við framfylgd landsskipulagsstefnu mun Skipulagsstofnun mynda samráðsvettvang.
Lagt fram til kynningar.
Til að stuðla að góðri upplýsingamiðlun og samráði við framfylgd landsskipulagsstefnu mun Skipulagsstofnun mynda samráðsvettvang.
Lagt fram til kynningar.
8.Innanríkisráðuneytið - Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar
1607006
Í 10. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um samráð sveitarstjórna við íbúa. Er þar meðal annars kveðið á um að sveitarstjórn geti ákveðið að halda sérstakar íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélagsins, sbr. 107. gr. og 2. mgr. 108 gr. laganna.Slík atkvæðagreiðsla er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn nema hún ákveði að niðurstaðan bindi hendur hennar til loka kjörtímabilsins.
Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar hefur nú staðið yfir undanfarin ár á grundvelli framangreindra heimilda. Tvennar íbúakosningar hafa þegar farið fram með rafrænum hætti, báðar á árinu 2015, annars vegar í Sveitarfélaginu Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ.
Ráðuneytið vill með þessu bréfi þessu vekja athygli sveitarfélaga á tilraunaverkefninu.
Lagt fram til kynningar.
Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar hefur nú staðið yfir undanfarin ár á grundvelli framangreindra heimilda. Tvennar íbúakosningar hafa þegar farið fram með rafrænum hætti, báðar á árinu 2015, annars vegar í Sveitarfélaginu Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ.
Ráðuneytið vill með þessu bréfi þessu vekja athygli sveitarfélaga á tilraunaverkefninu.
Lagt fram til kynningar.
9.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Blönduósbæjar
1603011
Fyrir fundinn liggur frammi tilboð í vinnu við plægingu ljósleiðarastrengja, niðursetningu brunna og borunnar á heimtaugum inn í hús í sveitarfélaginu Blönduósbæ.
Vinnuvélar Símonar ehf. hafa gert Blönduósbæ eftirfarandi tilboð í lagningu og vinnu við ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Blönduósbæjar.
Byggðaráð samþykktir tilboð Vinnuvéla Símonar ehf.
Vinnuvélar Símonar ehf. hafa gert Blönduósbæ eftirfarandi tilboð í lagningu og vinnu við ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Blönduósbæjar.
Byggðaráð samþykktir tilboð Vinnuvéla Símonar ehf.
10.Samningur við Ámundakinn um kaup og sölu eigna
1607015
Fyrir fundinn liggur fyrir samningar á milli Ámundakinnar ehf. og Blönduósbæjar um kaup og sölu á Efstubraut 2 og Ægisbrautar 1 og 1b.
Byggðaráð samþykkir samninga um kaup og sölu á Efstubraut 2 og Ægisbrautar 1 og 1b. Með þessum samningum mun starfsemi áhaldahúss Blönduósbæjar verða staðsett á Ægisbraut 1 og 1b.
Byggðaráð samþykkir samninga um kaup og sölu á Efstubraut 2 og Ægisbrautar 1 og 1b. Með þessum samningum mun starfsemi áhaldahúss Blönduósbæjar verða staðsett á Ægisbraut 1 og 1b.
11.Önnur mál
1506021
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um framkvæmdir og viðhald á Blöndubrú. Vegagerðin er að hefja miklar endurbætur á Blöndubrú. Stoð, verkfræðistofa hefur tekið saman áætlun um að færa núverandi vatnslögn og setja í stað eldri vatnslagna sem skilin var eftir þegar lögnin var hengd utan á Blöndubrú á árunum 1992-1994.
Byggðaráð óskar eftir samantekt um stöðu framkvæmda í Blönduósbæ frá tæknideild Blönduósbæjar sem lögð verður fram á fundi byggðaráðs sem haldinn verður eftir viku.
Byggðaráð óskar eftir samantekt um stöðu framkvæmda í Blönduósbæ frá tæknideild Blönduósbæjar sem lögð verður fram á fundi byggðaráðs sem haldinn verður eftir viku.
Fundi slitið - kl. 11:40.