Dagskrá
1.Flúðabakki - Umsókn um lóð
2112015
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd óskar eftir að Byggðaráð taki fyrir erindi frá Vistbyggð ehf.
Vistbyggð ehf. óskar eftir viðræðum við Blönduósbæ um lóðir fyrir byggingu á íbúðareiningum, í formi raðhúsa eða fjölbýlsi, sem ætluð eru fyrir eldra fólk. Horft er til svæðiðsins við Flúðabakka. Um er að ræða eitt hús með 8 íbúðum, húsin verða hönnuð og byggð með vistvænum formerkjum. Við hönnun húsanna verður horft sérstaklega til þess að þörfum eldra fólks verðir mætt í sem ríkustum mæli, t.d. er varðar aðgengi, lýsingu, hljóðvist og loftun, en allir þessir þættir vega þungt ef skapa á heilnæmt og vandað húsnæði.
Vistbyggð ehf. óskar eftir viðræðum við Blönduósbæ um lóðir fyrir byggingu á íbúðareiningum, í formi raðhúsa eða fjölbýlsi, sem ætluð eru fyrir eldra fólk. Horft er til svæðiðsins við Flúðabakka. Um er að ræða eitt hús með 8 íbúðum, húsin verða hönnuð og byggð með vistvænum formerkjum. Við hönnun húsanna verður horft sérstaklega til þess að þörfum eldra fólks verðir mætt í sem ríkustum mæli, t.d. er varðar aðgengi, lýsingu, hljóðvist og loftun, en allir þessir þættir vega þungt ef skapa á heilnæmt og vandað húsnæði.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og þau áform sem þar koma fram. Byggðaráð felur jafnframt sveitarstjóra ásamt skipulags- og byggingafulltrúa að vinna áfram að málinu og fara í formlegar viðræður við Vistbyggð ehf., og upplýsa byggðaráð um þróun mála.
2.Húsnæðisáætlun Blönduósbæjar
1912001
Lögð er fyrir uppfærð húsnæðisáætlun Blönduósbæjar.
Um síðustu áramótum tóku gildi nýjar reglur frá HMS um að sveitarfélög ættu að leggja fram stafrænar Húsnæðisáætlanir sem síðan yrðu uppfærðar árlega á heimasíðu HMS.
Fyrir fundinum liggur fyrsta húsnæðisáætlun Blönduósbæjar sem unnin er með þessum hætti og lýsir hún stöðu húsnæðismála um síðustu áramót, og það sem vitað er um þróun þeirra næstu 10 ár. Byggðaráð samþykkir húsnæðisáætlun 2022 fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar sveitarstjórnar.
Fyrir fundinum liggur fyrsta húsnæðisáætlun Blönduósbæjar sem unnin er með þessum hætti og lýsir hún stöðu húsnæðismála um síðustu áramót, og það sem vitað er um þróun þeirra næstu 10 ár. Byggðaráð samþykkir húsnæðisáætlun 2022 fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar sveitarstjórnar.
3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 905. fundar stjórnar
2201005
Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
4.SSNV - fundargerð 72. fundar stjórnar
2201006
Fundargerð 72. fundar stjórnar SSNV frá 11. janúar 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
5.Hundahreinsun
2201007
Upplýsingar um fyrirkomulag hundahreinsunar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi hundahreinsunar hjá Blönduósbæ, en það mun verða auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins í vikunni og kynnt fyrir hlutaðeigandi.
6.Akstursþjónusta Blönduósbæjar
2111021
Fyrirspurn vegna FNV starfsbraut.
Sveitarstjóri kynnti fram komnar fyrirspurnir frá foreldrum, um mögulegan akstur næsta skólaár til og frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, vegna nemenda á starfsbraut.
Málinu vísað til frekari skoðunnar og kostnaðarmats ásamt vinnu við fjárhagsáætlun.
Málinu vísað til frekari skoðunnar og kostnaðarmats ásamt vinnu við fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 17:00.