Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2022
2108001
Lokayfirferð á fjárhagsáætlun 2022.
2.Embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa - drög að samstarfssamningi Húnavatnssýslna
2112017
Sveitarstjóri kynnti fram lögð drög að samstarfssamningi um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingafulltrúa í Húnavatnssýslum og helstu forsendur hans. Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að vinna áfram að útfærslu samnings og kostnaðarskiptingar í samráði við þátttökusveitarfélög.
3.Barnabær - Inntökualdur barna
2105021
Tillögu um breytingar frá fræðslunefnd Blönduósbæjar.
Á 40. fundi fræðslunefndar, 14/05.2021, undir 8. lið á dagskrá var bókað:
"Í ljósi lengingar fæðingarorlofs sem tekið hefur gildi og til samræmingar við nágrannasveitarfélög vill fræðslunefnd hvetja sveitarstjórn að kanna möguleikann á endurskoðun á reglum um inntökualdur leikskólabarna til hækkunar." Þá leggja stjórnendur leikskólans það til að inntökualdur verði hækkaður sem fyrst úr 8 mánaða í 12 mánaða. Byggðaráð tekur undir fram komin sjónarmið um hækkaðan inntökualdur en vísar ákvörðun til sveitarstjórnar.
"Í ljósi lengingar fæðingarorlofs sem tekið hefur gildi og til samræmingar við nágrannasveitarfélög vill fræðslunefnd hvetja sveitarstjórn að kanna möguleikann á endurskoðun á reglum um inntökualdur leikskólabarna til hækkunar." Þá leggja stjórnendur leikskólans það til að inntökualdur verði hækkaður sem fyrst úr 8 mánaða í 12 mánaða. Byggðaráð tekur undir fram komin sjónarmið um hækkaðan inntökualdur en vísar ákvörðun til sveitarstjórnar.
4.SSNV - fundargerð 71. fundar stjórnar
2112016
Fundargerð 71. fundar stjórnar SSNV frá 7. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:45.
Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2022 þá samþykkir byggðaráð fram lagða fjárhagsáætlun, með þremur atkvæðum, og vísar henni til síðari umræðu og staðfestingar sveitarstjórnar.