195. fundur 10. ágúst 2021 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Farið yfir skipulagsvinnu vegna fjárhagsáætlunar 2022
Sveitarstjóri greindi frá undirbúningsvinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 og þær forsendur sem unnið er eftir frá Hagstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

2.Blönduósbær - Sala eigna

2009034

Sveitarstjóri greinir frá sölu eigna í sveitarfélaginu
Borist hefur tilboð í fasteignina að Skúlabaut 10, að upphæð kr 24,5 mkr. Byggðarráð staðfestir söluna. Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála á leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins. Þá var rætt um hvort selja ætti fleiri eignir á árinu 2021.

3.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1908001

Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Fyrir fundinum liggja tvær umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélagss ásamt umbeðnum umsögnum frá Félags- og skólaþjónustu A-Hún. Fært í trúnaðarbók

4.Norðurá bs. Fundargerð 98. fundar stjórnar frá 21. júní 2021

2108004

Fundargerð 98. fundar stjórnar frá 21. júní 2021
Lagt fram til kynningar

5.Auglýsing um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga

2108003

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er varðar auglýsingu um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga
Lagt fram til kynningar

6.Viðhorfskönnun um stafræn samstarfsverkefni sveitarfélaga og niðurstaða greiningar um stafræna stöðu sveitarfélaga.

2108002

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar viðhorfskönnun um stafræn samstarfsverkefni sveitarfélaga og niðurstaða greiningar um stafræna stöðu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

7.Fundargerð 1. fundar Framkvæmdaráðs um málefni fatlað fólks frá 6. júlí 2021

2108005

Fundargerð 1. fundar framkvæmdaráðs málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 6. júlí 2021
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?