190. fundur 26. maí 2021 kl. 17:00 - 18:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Skrifstofu- og fjármálastjóri - staða mála 2021

2101017

Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Blönduósbæjar mætir undir þessum lið og fer yfir stöðu fjármála.
Sigrún Hauksdóttir mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu fjármála. Rætt var um viðbótaframkvæmdir og möguleika á fjármögnun þeirra og ákveðið að skipa framkvæmdanefnd sem heldur utan um stærri framkvæmdir í sveitarfélaginu. Á næsta fundi byggðarráðs verður farið yfir stöðu allra kostnaðaliða við verknámshús. Sigrún vék af fundi klukkan 18:10

2.Kjörskrárstofn vegna kosninga um sameiningu Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar laugardaginn 5. júní 2021

2105032

Farið yfir meðferð kjörskrárstofna vegna sameiningarkosninga 5. júní næstkomandi.
Byggðarráð fór yfir kjörskrárstofn Blönduósbæjar vegna kosninga um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar sem fram fer laugardaginn 5. júní nk. Kjörskrárstofn byggir á íbúaskrá Þjóðskrár 15. maí 2021. Á kjörskrá eru 648 einstaklingar, 323 karlar og 325 konur. Byggðarráð samþykkir kjörskrárstofn sem kjörskrá í sveitarfélaginu með fyrirvara um hugsanlegar breytingar. Sveitarstjóra falið að ganga frá kjörskrárstofni og undirrita sem kjörskrá.
Kjörskrá sveitarfélagsins mun liggja fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Hnjúkabyggð 33 á opnunartíma hennar til kjördags

3.Vegagerðin - Samningur um eignaskerðingu vegna Þverárfjallsvegar í landi Ennis

2102008

Samningur og afsal vegna byggingar Þverárfjallsvegar
Sveitarstjóra ásamt Skipulagsfulltrúa er falið að ganga frá fyrirliggjandi samningi við Vegagerðina enda sé hann í samræmi við greiðslur til annarra landeigenda. Fjármálastjóra falið að útbúa viðauka vegna tekjuauka

4.Heilbrigðisráðuneytið - Skipunarbréf

2105033

Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri hefur verið skipaður í landsráð um mönnun og menntun í heilbriðgðisþjónustu en hann var tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Byggðarráð samþykkir skipunina

5.Samningur um embætti byggingarfulltrúa

2105034

Tímabundinn samningur um embætti byggingafulltrúa milli Blönduósbæjar og Húnaþings vestra.
Sveitarstjóri leggur fram tímabundinn samning milli sveitarfélaganna og gerði grein fyrir honum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn

6.Bankaviðskipti

2105035

Sveitarstjóri greinir frá viðræðum vegna bankaviðskipta
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum sínum við Landsbanka Ísland um bankaviðskipti sveitarfélagsins og leggur til að sveitarfélagið færi viðskipti sín til Landsbankans. Landsbanki Íslands er nú með útibúa á Skagaströnd og Hvammstanga. Til skoðunar er að opna afgreiðslu á Blönduósi

7.Skógræktin - kall til sveitarfélaga um að taka Bonn - áskoruninni

2105013

Skógræktin og Landgræðslan leita til sveitarfélaga að taka Bonn - áskorunina ásamt þeim.
Íslensk stjórnvöld vilja taka þessari áskorun og auka með því landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu og munu fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða.
Lagt fram til kynningar

8.Samtök grænkera á Íslandi - opið bréf til sveitarfélaga

2105027

Opið bréf frá samtökum grænkera á Íslandi þar sem kallað er eftir því að að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt fyrir þau sem það kjósa í öllum leik- og grunnskólum landsins.
Lagt fram til kynningar

9.Hrútey - styrkur frá Ferðamálastofu

2103025

Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og afturköllun fyrri ákörðunar.
Byggðarráð fagnar staðfestingu á styrk að upphæð 15.000.000 vegna framkvæmda við Hrútey

10.Kirkjugarður Blönduóss - fundargerð stjórnar - styrkbeiðni

2105031

Fundargerð stjórnar Kirkjugarðs Blönduóss frá 17. maí 2021 ásamt styrkbeiðni
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og koma með tillögu um úrlausn

11.Veiðifélag Laxár í Skefilsstaðahreppi - Aðalfundarboð

2105030

Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Skefilstaðahreppi verður haldinn á Skíðastöðum í Laxárdal 30. maí nk. kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar

12.Hafnasamband Ísland - Fundargerð 434. fundar stjórnar

2105028

434. fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?