187. fundur 12. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Skrifstofu- og fjármálstjóri - staða mála 2021

2101017

Sigrún Hauksdóttir mætir undir þessum lið og fer yfir stöðu fjármála
Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Blönduósbæjar fór yfir stöðu fjármála og svaraði spurningum fulltrúa. Sigrún vék af fundi 17:30

2.Eigna- og framkvæmdasvið - staða mála 2021

2101018

Ágúst Þór Bragason mætir á fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu framkvæmda
Ágúst Þór Bragason fór yfir stöðu framkvæmda hjá Blönduósbæ. M.a tengingar á lögnum við nýja götu Miðholt og gatnagerð. Ágúst Þór kynnti kostnaðarmat. Byggðarráð veitir eigna- og framkvæmdasviði heimild til að bjóða út verkin í samráði við tengda aðila. Farið yfir teikningar af innviðum verknámsstofa í Blönduskóla. Brú yfir í Hrútey, Ágúst Þór greindi frá því að steypt var í dag fyrir fyrri brúarstólpa. Ágúst Þór fór yfir sumarstörf á vegum Blönduósbæjar og umsóknir sem borist hafa. Unnið verður áfram að málinu. Ágúst Þór vék af fundi 18:05.

3.Styrkumsókn - umsækjandi

2104010

Erindi frá Lee Ann Maginnis fyrir hönd meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar er varðar sumarstörf á Blönduósi
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu vegna fjölda umsókna um sumarstörf

4.Blönduósbær - Sala eigna

2009034

Sala eignarinnar Mýrarbraut 22
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi kauptilboð í eignina Mýrarbraut 22 og felur sveitarstjóra að klára málið fyrir hönd Blönduósbæjar

5.Bæjartún íbúðafélag hses. - Umsókn um lóðina Hnjúkabyggð 29

2103002

Úthlutun lóðarinnar Hnjúkabyggð 29 til Bæjartúns íbúðafélags hses. var vísað til Byggðarráðs á fundi Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 3. mars 2021
Byggðarráð samþykkir að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses. lóðina Hnjúkabyggð 29 til byggingar 15-20 íbúða fjölbýlishúss á 2. hæðum (í tveimur áföngum) með stofnframlagi sveitarfélagins, ásamt stofnframlagi ríkisins og leiguíbúðaláni HMS samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.

6.Ægisbraut 4 - Umsókn um breytingu á lóð

2104002

Erindi vísað til staðfestingar Byggðarráðs af fundi Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar er varðar skiptingu lóðarinnar að Ægisbraut 4 upp í tvær lóðir og taka hluta af lóð Húnabrautar 33 og sameina nýrri lóð Ægisbraut 2
Byggðarráð staðfestir lóðarbreytinguna á Ægisbraut 4 og Húnabraut 33 og sameina hluta þeirra lóða undir nýja lóð sem fær heitið Ægisbraut 2

7.Samband íslenskra sveitarfélaga - Námsleyfishafar

2104015

Erindi frá Námsleyfasjóði Sambands íslenskra sveitarfélaga en sjóðurinn úthlutaði Magadalenu Berglindi Björnsdóttur kennara við Blönduskóla námsleyfi
Byggðarráð staðfestir námsleyfi Magdalenu Berglindar Björnsdóttur og óskar henni velfarnaðar í sínu námsleyfi

8.Markaðsstofa Norðurlands - Uppfærð birtingaráætlun

2104013

Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands er varðar uppfærða birtingaráætlun
Lagt fram til kynningar

9.Lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga

2104011

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á lög um breytingu á ýmsum lögum tengd málefnum sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

10.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 896. fundar stjórnar frá 26.mars 2021

2104012

Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. mars 2021
Lagt fram til kynningar

11.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 433. fundar stjórnar frá 19. mars 2021

2104014

Fundargerð 443.fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 19. mars 2021
Lagt fram til kynningar

12.SSNV - Fundargerð 65. fundar stjórnar SSNV frá 6. apríl 2021

2104016

Fundargerð 65. fundar stjórnar frá 6. apríl 2021
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?