184. fundur 02. mars 2021 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Magnús Sigurjónsson ritari
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Menningar-,íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar

2008010

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir Menningar- íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar mætir undir þessum lið og fer yfir stöðu mála
Kristín Ingibjörg mætti undir þessum lið og fór yfir verkefni hennar og þá sérstaklega aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. Byggðarráð felur eigna- og framkvæmdasviði að gera framkvæmdar- og kostnaðaráætlun vegna endurbóta á félagsmiðstöð. Jafnframt verði kannaðir aðrir möguleikar í húsnæðismálum Skjólsins. Kristín Ingibjörg vék að fundi 17:30

2.Lóðamál

1901004

Þorgils Magnússon, Skipulags- og Byggingarfulltrúi mætir undir þessum lið og fer yfir stöðu mála er varðar lóðarmál o.fl.
Þorgils Magnússon mætti á fundinn undir þessum lið klukkan 17:30. Fór yfir minnisblað vegna niðurfellingu gatnagerðargjalda á þeim tilgreindu lausu lóðum við Sunnubraut, Smárabraut, Brekkubyggð og Garðabyggð sem í boði er hjá sveitarfélaginu. Frestur til þess að sækja um lóðir með þessu ákvæði er til 30.apríl 2022. Byggingarfulltrúa falið að birta minnisblaðið á heimasíðu sveitarfélagsins. Þorgils vék af fundi klukkan 18:05

3.Kvennaathvarf - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021

2102015

Erindi frá Kvennaathvarfinu, sótt er um rekstrarstyrk fyrir árið 2021
Byggarráð samþykkir að rekstarstyrk að upphæð 50.000 krónur. Tekið af lið 0285-9991

4.Tjaldsvæðið á Blönduósi

2012016

Sveitarstjóri fer yfir stöðu á nýjum leigusamningi og mögulegar tillögur þar um
Guðmundur Haukur Jakobsson vék af fundi undir þessum lið. Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við L&E ehf. um rekstur tjaldsvæðisins í Brautarhvammi samkvæmt minnisblaði sveitarstjóra

5.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - Börn af erlendum uppruna og íþróttir

2103003

Erindi frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ásamt Ungmennafélagi Íslands er varðar börn af erlendum uppruna og íþróttir
Byggðarráð fagnar erindinu og vísar því til Menningar-, íþrótta- og tómstundanefndar

6.Samtök orkusveitarfélga - Fundargerð frá 44. fundi stjórnar

2103001

Fundargerð 44. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 29.janúar sl.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?