180. fundur 12. janúar 2021 kl. 13:00 - 13:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Textílmiðstöð Íslands - Kynning

2011032

Kynning frá Textílmiðstöð Íslands
Elsa Arnardóttir, Jóhanna Erla Pálmadóttir og Katarina Angela Schneider frá Textílmiðstöð Íslands mættu undir þessum lið. Textílmiðstöð Íslands fær til afnota húsnæði að Þverbraut 1 (2137209). Farið var yfir þær dagsetningar sem hægt er að afhenda húsnæðið en það verður gert í þrepum eftir nánara samkomulag við Blönduskóla og framkvæmdasvið Blönduósbæjar. Rætt verður við SSNV um aðkomu að uppsetningu og rekstri TextílLabs. Elsa, Jóhanna og Katarina yfirgáfu fundnn klukkan 13:30.

2.Stafrænt ráð - Kynning á fjármögnun

2012015

Frestað erindi frá Byggðaráðsfundi þann 22. desember 2020 þar sem beðið var um nánari útfærslu sem nú hefur borist
Tilgangur verkefnisins er að auka við stafrænar lausnir sveitarfélaga. Byggðaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu. Tekið af lið 2140-4390.

3.Háabrekka ehf. - Skúlahorn ehf. - Slit félaga

2101007

Sveitarstjóri greinir Byggðaráði um stöðu á slitum félaganna Hábrekka ehf. og Skúlahorn ehf.
Byggðaráð samþykkir að slíta félögunum samkvæmt leiðbeiningum KPMG.

4.Samtök grænkera á Íslandi - Áskorun

2101002

Áskorun frá Samtökum grænkera um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnasamband Íslands - Fundargerð frá 42. hafnasambandsþingi Hafnasambands Íslands

2101003

Fundargerð frá 42.hafnasambandsþingi Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?