Dagskrá
Í upphafi fundar bað formaður um að einu máli yrði bætt við og yrði það mál númer 8 í dagskrá. Fundargerð Þjónusturáðs frá 18. desember. Samþykkt með þremur atkvæðum.
1.Blönduósbær - Stytting vinnuvikunnar
2012012
Tillögur deilda Blönduósbæjar vegna styttingu vinnuvikunnar
Kristín Ingibjörg launafulltrúi mætti undir þessum lið. Byggðaráð samþykkir styttingu vinnuvikunnar eins og samið var um er varðar lágmarksstyttingu frá og með 1.janúar 2021. Tillögum deilda vísað til sveitarstjórnar og óskað eftir umsögnum deildarstjóra. Kristín vék af fundi klukkan 18:15
2.Stafrænt ráð - Kynning á fjármögnun
2012015
Kynning fyrir sveitarfélög um sameiginlega stafræna þróun og fjármögnun
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, óskar eftir frekari upplýsingum um útfærslur og frestar afgreiðslu.
3.Landgræðslan - Upplýsingar um uppgræðslu í samstarfsverkefnum á árinu 2020
2012010
Upplýsingar um uppgræðslu í samstarfsverkefninu á árinu 2020
Byggðaráð þakkar fyrir upplýsingarnar frá Landgræðslunni og vill þakka henni sem og þeim sem tóku þátt í verkefninu Bændur græða landið á árinu 2020 í Blönduósbæ fyrir sitt framlag.
4.Félags- og skólaþjónusta A- Hún Fundargerð stjórnar frá 16.desember ásamt samþykktri áætlun
2012013
Fundargerð stjórnar frá 16. desember ásamt samþykktri áætlun
Byggðaráð staðfestir fundargerðina sem og áætlunina.
5.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 892. fundar stjórnar frá 11. desember 2020
2012011
Fundagerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
6.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 429. og 430. fundar stjórnar
2012014
Fundargerðir 429. og 430. fundar stjórnar Hafnasamband Íslands
Lagt fram til kynningar
7.Tjaldsvæðið á Blönduósi
2012016
Sveitarstjóri gerir grein fyrir þeim umsóknum sem borist hafa vegna reksturs tjaldsvæðisins.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim umsóknum sem borist hafa. Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
8.Fundargerð 15. fundar Þjónusturáðs frá 18. desember 2020
2012017
Fundargerð 15. fundar Þjónusturáðs - þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestrta frá 18. desember 2020
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 18:45.