Dagskrá
1.Eigna- og framkvæmdasvið - staða mála 2020
2005001
Eigna- og framkvæmdasvið - staða mála 2020
Ágúst Þór Bragason forstöðumaður Eigna- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda hjá sveitarfélaginu
2.Skrifstofu- og fjármálastjóri - staða mála 2020
2005002
Skrifstofu- og fjármálastjóri - staða mála 2020
Sigrún Hauksdóttir fjármála- og skrifstofustjóri mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu fjármála hjá sveitarfélaginu
3.Blönduósbær - Tengdar kennitölur
2005003
Yfirferð á þeim kennitölum sem tilheyra Blönduósbæ
Byggðaráð samþykkir að loka 8 kennitölum er tengjast Blönduósbæ þar sem notkun þeirra er löngu hætt og starfsemi þeim tengdum ýmist hætt eða starfsemi rekin undir kennitölu Blönduósbæjar
4.Útfararþjónustan Hugsjón - Umsókn um stuðning
2004026
Erindi frá Jóni Ólafi Sigurjónssyni um stuðning við stofnun og uppbyggingu útfararþjónustu á Norðurlandi vestra
Vísað til sveitarstjórnar
5.Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga - Greinargerð vegna styrkveitingar fyrir árin 2018 og 2019
2004024
Erindi frá Páli Ingþóri Kristinssyni fyrir hönd Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga. Greinargerð vegna styrkveitingar fyrir árin 2018 og 2019 og ósk um áframhaldandi samstarf
Lagt fram til kynningar. Bygðaráð þakkar Páli fyrir greinargerðina.
6.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 881. og 882. fundar stjórnar
2004023
Fundargerðir 881. og 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
7.Norðurá bs. -Fundargerð 94. stjórnarfundar frá 8.apríl 2020
2004022
Fundargerð 94. fundar stjórnar Norðurá bs.
Lagt fram til kynningar
8.Markaðsstofa Norðurlands - Fundargerðir stjórnar frá 6. og 21. apríl 2020
2004021
Fundargerðir stjórnar Markaðssofu Norðurlands frá 6. apríl og 21. apríl 2020
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 18:05.