160. fundur 20. apríl 2020 kl. 12:15 - 13:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson Ritari
Dagskrá
Fundurinn fór fram í gegnum Teams fjarfundarbúnað

1.Hringbraut - Bærinn minn

2004013

Erindi frá Hringbraut er varðar sjónvarpsþættina Bærinn minn.
Byggðaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við Torg ehf. Tekið af lið 1380-4913 ásamt öflun styrkja.

2.Markaðsstofa Norðurlands - Átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi

2004014

Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands um hugmyndir er varðar átak í merkingum gönguleiða á Norðurlandi
Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands um hugmyndir er varðar átak í merkingum gönguleiða á Norðurlandi.
Byggðaráð tekur undir mikilvægi þess að merkja gönguleiðir í sveitarfélaginu en Skipulags- umhverfis- og umferðanefnd er einnig með málið á dagskrá til frekari úrvinnslu. Þá mælist byggðaráð eindregið til þess að tímabundinni lokun fyrir aðgengi að Fólkvanginum í Hrútey verði aflétt sem allra fyrst en um leið aukið við merkingar gönguleiða og bætt við upplýsingaskiltum. Málið verði unnið með upplýstu samþykki þeirra aðila sem að að málinu þurfa að koma.

3.Markaðsstofa Norðurlands - Samantekt á helstu tölum um ferðaþjónustu á Norðurlandi

2004015

Samantekt frá Markaðsstofu Norðurlands á helstu tölum um ferðaþjónustu á Norðurlandi
Lagt fram til kynningar

4.Ferðamálastofa - Synjun um styrk

2003004

Svarbréf Ferðamálstofu er varðar rökstuðning vegna synjunar styrkumsóknar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna Hrútey, gamla Blöndubrúin frá 1897 gerð að göngubrú
Lagt fram til kynningar.

5.Húnavaka

1901018

Húnavaka 2020
Vísað til sveitarstjórnar.

6.Íþrótta- og ólympíusamband Íslands - Bréf frá forseta sambandins

2004010

Bréf frá forseta Íþrótta- og Ólympísambands Íslands er varðar íþróttahreyfinguna og Covid 19
Lagt fram til kynningar.

7.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Beiðni um afskriftir

2004018

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar afskriftir
Afskriftabeiðnir frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, samtals 38.334 krónur vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda vegna dánarbús. Fært í trúnaðarbók. Samþykkt með þremur atkvæðum.

8.Sveitarfélagið Skagafjörður - 14. fundur Þjónusturáðs frá 6. apríl

2004011

Fundargerð 14. fundar Þjónusturáðs Skagafjarðar
Lagt fram til kynningar

9.Brunavarnir Austur-Húnvetninga - Fundargerð stjórnar frá 15.apríl 2020

2004016

Brunavarnir Austur-Húnvetninga - Fundargerð stjórnar frá 15. apríl 2020
Hjálmar Björn vék af fundi undir þessum lið og Sigurgeir Þór tók hans sæti á fundinum.

5. Liður í fundargerð er ,,Ákvörðun um sölu á núverandi húsnæði að Norðurlandsvegi 2."
Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti að hefja sölumeðferð á húsnæðinu, að undangengnu samþykki Blönduósbæjar sem eiganda að 1/3 húsnæðisins og núverandi leigutaka að því bili.
Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti sölumeðferð á húsnæðinu og felur sveitarstjóra að upplýsa leigutaka Blönduósbæjar um þær fyrirætlanir, en ekki er gert ráð fyrir því að salan hafi áhrif á leigutaka.

Fundi slitið - kl. 13:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?