157. fundur 27. febrúar 2020 kl. 17:00 - 18:15 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson Ritari
Dagskrá

1.Félagsmálaráðuneytið og Unicef -Barnvæn sveitarfélög

2002021

Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu og Unicef um barnvæn samfélög og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Lagt fram til kynningar.

2.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Umsögn um drög að frumvarpi

2002014

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu - Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Byggðaráð tekur undir umsögn SSNV við frumvarpið.

3.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga

2002015

Erindi frá Samgöngu- og sveitarsjórnarráðuneytinu - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Með erindinu er óskað skýringa á því að þó áætlað sé að uppfylla ákvæði laga um jafnvægisreglu þá verði rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð árin 2020-2022. Vísað til umræðu í sveitarstjórn.

4.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Fjárfestingar og eftirlit með framvindu 2019

2002019

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu- Almennt eftirlit með fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga.
Vísað til umræðu í sveitarstjórn.

5.Héraðsbókasafn A- Hún.- Afleysing

2002022

Erindi frá stjórn og forstöðumanni Héraðsbókasafns er varðar afleysingu.
Byggðaráð tekur undir erindið og vísar því til afgreiðslu Byggðasamlags um menningu og atvinnumál.

6.Húnavatnshreppur - Bókun sveitarstjórnar og minnisblað

2002016

Bókun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps og minnisblað frá 12. febrúar sl.
Bókun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps ásamt minnisblaði með vangaveltum lögmanns um samþykktir byggðasamlags um Brunavarnir lagt fram til kynningar.

7.Sýsluðmaðurinn á NV - umsögn vegna rekstrarleyfis

2002011

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra - umsögn vegna rekstrarleyfis.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Himinn sól ehf kt.590815-1010, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Norðurlandsvegi 4, Blönduósi.

Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

8.Blönduósflugvöllur - Minnispunktar vegna úttektar ISAVIA á ástandi Blönduósflugvallar

2002025

Drög frá ISAVIA varðandi endurbætur og ástand flugvallarins.
Byggðaráð fór yfir punkta frá ISAVIA er varða Blönduósflugvöll. Byggðaráð ítrekar mikilvægi flugvallarins og skorar á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að veita verkefninu 7.000.000 króna til þess að unnt verði að uppfylla kröfur um lágmarksaðbúnað á flugvellinum sem allra fyrst. Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

9.Bókafélagið Arkir - styrkbeiðni

2002023

Erindi frá Bókafélaginu Arkir - styrkbeiðni
Byggðaráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.

10.Foreldrafélag Blönduskóla - Styrkbeiðni

2002012

Erindi frá Ingu Sóley Jónsdóttur f.h. foreldrafélags Blönduskóla - styrkbeiðni
Byggðaráð samþykkir að styrkja foreldrafélag Blönduskóla um 50.000 krónur. Færist af lið 0481-9991

11.Svínavatn 2020 - styrkbeiðni

2002013

Erindi frá Berglindi Bjarnadóttur - styrkbeiðni vegna Svínavatnsmótsins.
Byggðaráð samþykkir að styrkja mótið um 30.000 krónur. Færist af lið 0689-9919.

12.Markaðsstofa Norðurlands - Fundargerðir stjórnar 22.janúar og 5. febrúar 2020

2002017

Fundir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 22. janúar og 5.febrúar 2020.
Lagðar fram til kynningar.

13.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 20

2002005F

Lagt fram til kynningar.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 20 Nefndin fór yfir lóðarleigusamning vegna Hvammsréttar í Langadal. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
  • 13.2 2002020 Drónakaup
    Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 20 Halldór Skagfjörð Jónsson hefur leitað til landbúnaðarnefndar um styrk til fjallskilasjóðs til drónakaupa sem nota mætti í fjárleitir. Nefndin tekur jákvætt það gegn því að gerður verði samningur við Halldór sem skuldbindi hann til að sinna ákveðnum verkefnum fjallskila. Fjallskilastjóra falið að útfæra það nánar.

14.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 36

2002004F

Lagt fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 36 Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir Ytra mat Barnabæjar sem Menntamálastofnun gerði fyrir leikskólann. Skýrslan kemur almennt vel út en unnið er að úrbótaáætlun vegna þeirra þátta sem betur mega fara. Þegar úrbótáætlun er lokið verður skýrslan birt á veg Menntamálastofnunnar.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 36 Valdimar O Hermannsson sveitastjóri, fór yfir minnisblað um skólamötuneyti ásamt kosntaðaráætlun um að fullgera núverandi mötuneyti með tækjum og búnaði. Farið yfir kosti og galla við framleiðslu eldhús eða aðkeyptrar þjónustu. Skólastjóra og formanni fræðslunefndar falið að undirbúa könnun sem lögð verður fyrir foreldra um mögulega aukna þjónustu mötuneytis. Frekar verður fjallað um málið á næsta fræslunefndarfundi.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 36 Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra og Önnu Margréti Jónsdóttir formanni fræðslunefndar falið að búa til drög að reglum um hvenær eigi að fella niður skólaakstur vegna veðurs / færðar. Verða þau drög lögð fyrir næsta fund fræðslunefndar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?