Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2020
1901005
Vinna við fjárhagsáætlun 2020
Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar mætti undir þennan lið fór yfir framkvæmdaáætlun Blönduósbæjar. Ágúst vék af fundi kl 16:30
2.Consello ehf. - Kynning á vátryggingaráðgjöf
1910013
Kynning á vátryggingaráðgjöf frá Concello ehf.
Byggðaráð afþakkar tilboð um ráðgjöf og felur sveitarstjóra að afla upplýsinga til endurnýjunar á tryggingarsamningi.
3.Félagsmálaráðuneytið - Samráðshópur vegna móttöku flóttafólks
1910020
Samkvæmt 12. gr. viðmiðunarreglna flóttamannanefndar, dags. 10. maí 2013, um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks, skipar ráðherra samráðshóp vegna stuðnings og aðlögunar við flóttafólk í hvert sinn sem gerður er samningur við nýtt sveitarfélag, sbr. 11. gr.
Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa af hálfu Blönduósbæjar í samráðshópinn.
Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa af hálfu Blönduósbæjar í samráðshópinn.
Byggðaráð tilnefnir Þórunni Ólafsdóttur, verkefnastjóra og Þorgils Magnússon fyrir hönd stuðningsfjölskyldna.
4.Lánasjóður sveitarfélaga - Áreiðanleikakönnun
1910019
Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Sveitarstjóra falið að kanna efni erindsins og kalla eftir þeim upplýsingum sem skila þarf.
5.Stígamót - Fjárbeiðni fyrir árið 2020
1910014
Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir samstarfi um reksturinn. Starfsemin hefur verið aukin og bætt á undanförnum árum.
Byggðaráð vísar erindinu til frekari skoðunnar í vinnu fjárhagsáætlunar 2020.
6.Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020
1910017
Sveitarfélög hafa hingað til verið öflugir stuðningsaðilar kvenna og barna sem sækja skjól til Kvennaathvarfsins. Í því skyni óskar Kvennaathvarfið eftir rekstrarstyrk til ársins 2020.
Byggðaráð vísar erindinu til frekari skoðunnar í vinnu fjárhagsáætlunar 2020.
7.Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra - Beiðni um þátttöku í kostnaði
1910018
Óskað er eftir beiðni til sveitarfélaga um þáttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni.
Byggðaráð samþykkir umbeðið framlag sveitarfélagsins til sumar- og helgardvalar fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal sumarið 2019.
Tekið af lið 0285-9919
Tekið af lið 0285-9919
8.Capacent - Sameiningar sveitarfélaga
1910021
Lagt fram til kynningar.
9.Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga - fundargerð og ársreikningar fyrir árið 2018
1910022
Fundargerð og ársreikningur er lögð fram til kynningar, en viðbótarkostnaður vegna breytingar á áætlun er vísað til viðauka II í fjárhagsáætlun 2019.
Fundi slitið - kl. 18:00.