149. fundur 31. október 2019 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020

1901005

Vinna við fjárhagsáætlun 2020
Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar mætti undir þennan lið fór yfir framkvæmdaáætlun Blönduósbæjar. Ágúst vék af fundi kl 16:30

2.Consello ehf. - Kynning á vátryggingaráðgjöf

1910013

Kynning á vátryggingaráðgjöf frá Concello ehf.
Byggðaráð afþakkar tilboð um ráðgjöf og felur sveitarstjóra að afla upplýsinga til endurnýjunar á tryggingarsamningi.

3.Félagsmálaráðuneytið - Samráðshópur vegna móttöku flóttafólks

1910020

Samkvæmt 12. gr. viðmiðunarreglna flóttamannanefndar, dags. 10. maí 2013, um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks, skipar ráðherra samráðshóp vegna stuðnings og aðlögunar við flóttafólk í hvert sinn sem gerður er samningur við nýtt sveitarfélag, sbr. 11. gr.
Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa af hálfu Blönduósbæjar í samráðshópinn.
Byggðaráð tilnefnir Þórunni Ólafsdóttur, verkefnastjóra og Þorgils Magnússon fyrir hönd stuðningsfjölskyldna.

4.Lánasjóður sveitarfélaga - Áreiðanleikakönnun

1910019

Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Sveitarstjóra falið að kanna efni erindsins og kalla eftir þeim upplýsingum sem skila þarf.

5.Stígamót - Fjárbeiðni fyrir árið 2020

1910014

Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir samstarfi um reksturinn. Starfsemin hefur verið aukin og bætt á undanförnum árum.
Byggðaráð vísar erindinu til frekari skoðunnar í vinnu fjárhagsáætlunar 2020.

6.Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020

1910017

Sveitarfélög hafa hingað til verið öflugir stuðningsaðilar kvenna og barna sem sækja skjól til Kvennaathvarfsins. Í því skyni óskar Kvennaathvarfið eftir rekstrarstyrk til ársins 2020.
Byggðaráð vísar erindinu til frekari skoðunnar í vinnu fjárhagsáætlunar 2020.

7.Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra - Beiðni um þátttöku í kostnaði

1910018

Óskað er eftir beiðni til sveitarfélaga um þáttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni.
Byggðaráð samþykkir umbeðið framlag sveitarfélagsins til sumar- og helgardvalar fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal sumarið 2019.
Tekið af lið 0285-9919

8.Capacent - Sameiningar sveitarfélaga

1910021

Lagt fram til kynningar.

9.Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga - fundargerð og ársreikningar fyrir árið 2018

1910022

Fundargerð og ársreikningur er lögð fram til kynningar, en viðbótarkostnaður vegna breytingar á áætlun er vísað til viðauka II í fjárhagsáætlun 2019.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?