147. fundur 15. október 2019 kl. 16:00 - 19:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson Ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020

1901005

Vinna við fjárhagsáætlun 2020
Vinna við fjárhagsáætlun 2020. Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og aðalbókara fóru á leikskólann Barnabæ og Íþróttamiðstöðina þar sem leikskólastjóri og staðgengill forstöðumanns ÍMB fóru yfir áherslur sínar og tillögur er varðar fjárhagsáætlunargerð. Eftir heimsóknir var unnið áfram í fjárhagsáætunargerð er varðar leikskóla, Íþróttamiðstöð, bókasafn og félagsstarf aldraðra.

2.Húnavatnshreppur - Fundarbókanir sveitarstjórnar

1910006

Fundarbókanir frá sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps sem fram fór 25.september
Fundarbókanir frá sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps 25. september lagðar fram til kynningar.

3.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Umsögn vegna rekstrarleyfis

1910010

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Umsögn um rekstraleyfi frá Húnabúð ehf. til rekstur kaffihúss við Norðurlandsveg 4.
Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

4.Soroptimistaklúbbur við Húnaflóa - styrkbeiðni

1910008

Styrkbeiðni frá Soroptimistaklúbbi við Húnaflóa.
Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa óskar eftir 50.000 kr fjárstuðningi vegna helgarnámskeiðs fyrir stúlkur á 12. aldurs ári í Austur-Húnavatnssýslu og Húnaþingi vestra. Verkefnið heitir "stelpur geta allt" og er markmið þess að styrkja sjálfsmynd ungra stelpna.

Byggðaráð samþykkir 50.000 kr sem færist á lið 0589-9995

5.Körfuboltaæfingar - styrkbeiðni

1910009

Styrkbeiðni frá Guðrúnu Björk Elísdóttur vegna fyrirhugaðra körfuboltaæfinga á Blönduósi.
Byggðaráð frestar afgreiðslu málsins og mun kalla eftir frekari upplýsingum.

6.Stjórn kirkjugarðsins á Blönduósi - bréf

1910002

Bréf frá Valdimari Guðmannssyni fyrir hönd stjórnar kirkjugarðsins á Blönduósi.
Byggðaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2020.

7.Brunabót-Ágóðahlutagreiðsla 2019

1910007

Bréf frá EBÍ er varðar ágóðahlutgreiðslu fyrir 2019
Lagt fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélga - fundargerð 874

1910005

Fundargerð 874. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

9.SSNV - Fundargerð 48.fundar stjórnar

1910004

Fundargerð 48.fundar stjórnar SSNV.
Lagt fram til kynningar.

10.Samtök orkusveitarfélaga - fundargerð 38. fundar stjórnar

1910003

38. fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?