145. fundur 12. september 2019 kl. 20:00 - 22:20 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður Byggðaráðs, óskaði eftir í byrjun fundar að bæta við einu máli á dagskrá, sem verður mál nr. 15.

1.Viðauki við fjárhagsáætlun

1909015

Viðauki við fjárhagsáætlun
Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari mætti undir þessum lið.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019 lagður fram.

Sala á fasteignum í Enni, söluverð 55 milljónir. Breytingin hefur aðeins áhrif á sjóðstreymi þar sem sala fasteignanna er færð til lækkunar á stofnverði Ennis. Hækkun handbærs fjár um 55 milljónir. Aukið fjármagn til reksturs leikskólans Barnabæjar upp á 5,5 milljónir, þar af eru 3,5 milljónir vegna launa og 2 milljónir vegna mötuneytis fyrir nemendur. Þessu er mætt að hluta með áætluðum hækkuðum tekjum upp á 1 milljón 760 þúsund og hins vegar með lækkun á handbæru fé upp á 3,8 milljónir. Skólavist utan lögheimilissveitarfélags. Þar er áætlaður kostnaður 2,9 milljónir sem tekið er af handbæru fé. Aukið fjármagn til reksturs Blönduskóla samtals 40,4 milljónir. Þar af eru 36,9 milljónir vegna launa. Launakostnaður hefur aukist vegna aukins kennslumagns, mikillar forfallakennslu, eingreiðslu samkvæmt samningum og breytinga á samsetningu starfsliðs. 3,5 milljónir eru vegna mötuneytis fyrir nemendur. Þessu er mætt með 3 milljóna króna aukningu á tekjum hjá skólanum, 6 milljónir eru teknar af öðrum starfsmannkostnaði og 7 milljónir með áætluðu auknu útsvari. Mismunurinn 24,4 milljónir eru teknar af handbæru fé. Aukið fjármagn til skóladagheimilisins vegna aukins launakostnaðar og matvæla samtals 1 milljón 914 þúsund. Tekið af handbæru fé. Fjármagn til að standa straum af sumarhátið (Húnavöku). Þar eru tekjuaukning áætluð 1 milljón 530 þúsund og aukning gjalda 2 milljónir 930 þúsund. Mismunurinn er tekinn af handbæru fé samtals 1,4 milljónir. Styrkur til golfklúbbsins Óss til barna- og ungmennastarfs að upphæð 300.000 kr tekið af handbæru fé. Fjármagn til reksturs Þverbrautar 1. 1. hæð. Áætlaðar tekjur eru 200.000 kr og gjöld 1 milljón 830 þúsund. Mismunurinn sem er 1 milljón 630 þúsund er tekið af handbæru fé. Viðaukinn hefur áhrif til lækkunar á rekstrarniðurstöðu ársins um 36 milljónir 284 þúsund en fjárþörf er mætt með handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2019 og vísar honum til sveitarstjórnar.

2.Ásver ehf. - Uppkaup á beitarhólfum

1909013

Uppkaup á beitarhólfum 63 og 64 af Ásver ehf.
Byggðaráð samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að kaupa beitarhólfin á því viðmiðunarverði sem liggur fyrir fundinum.

Tekið af öðrum skipulagskostnaði - keypt lönd, deild 09299 - lykli 2994.

3.Heilsudagar á Blönduósi

1909006

Erindi frá Heilsuhópnum - Styrkbeiðni vegna heilsudaga sem fram fara á Blönduósi 23.-28.september n.k.
Heilsudagar verða haldnir á Blönduósi dagana 23. - 28. september þar sem áhersla verður lögð á að efla hreyfingu og heilbrigt líferni innan sveitarfélagsins. Allir tímar á vegum íþróttamiðstöðvarinnar verða fríir en einnig verður skipulögð gönguferð, hjólaferð og sundlaugarpartý. Leitast verður eftir samstarfi við íþróttafélögin, Kjörbúðin gefur ávexti sem boðið verður uppá í íþróttamiðstöðinni og Hjartavernd mun bjóða uppá fría heilsufarsmælingu á HSN.

Heilsuhópurinn mun halda tvö námskeið; annars vegar með Janusi Guðlaugssyni þar sem hann mun fjalla um mikilvægi hreyfingar á eldri árum og hins vegar er fyrirlestur, tækniæfingar og gönguferð með Vilborgu Örnu og óskar eftir styrk að upphæð 200.000 kr.

Byggðaráð samþykkir styrk að fjárhæð 200.000 kr. og þakkar Heilsuhópnum fyrir frumkvæðið.

4.Verk- og tímaáætlun jafnréttisnefndar

1908014

Verk- og tímaáætlun Jafnréttisnefndar, sem unnin er upp úr Jafnréttisáætlun Blönduósbæjar 2019-2023.
Lögð fram til kynningar.

5.Farskólinn - Drög að samningi

1909008

Drög að samningi milli Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra.
Drög að samningi milli Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra lagður fram ásamt styrkbeiðni fyrir árið 2020.

Valdimar O. Hermannssyni, sveitarstjóra, falið að ljúka samningnum og styrkbeiðninni vísað til fjárhagsáætlunar 2020.

6.Beiðni um greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarskóla

1909010

Beiðni um greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarskóla.
Fyrir liggur beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í kennslukostnaði við miðnám í Tónlistarskóla Sigursveins.

Byggðaráð samþykkir ofangreinda umsókn að uppfylltum skilyrðum og mun sækja um endurgreiðslu frá Jöfnunarsjóði á móti þeim greiðslum eins og reglur kveða á um.

Tekið af deild 0481 - lykli 9919 "styrkir og framlög" undir fræðslu og uppeldismál.

7.Persónuvernd - Úttekt Persónuverndar á tilnefningu persónuverndarfulltrúa

1908030

Erindi frá Persónuvernd. Úttekt á tilnefningu persónuverndarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

8.Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 1. janúar 2020

1909007

Fundarbókun frá 879. fundi byggðarráðs Skagafjarðar varðandi málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 1.janúar 2020.
Byggðaráð Blönduósbæjar harmar bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá 9. september s.l., um að enda það samstarf sem verið hefur í 20 ár á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks, sérstaklega þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur í því samstarfi á síðustu árum verið svokallað “Leiðandi sveitarfélag" og því hefur stór hluti fagþekkingar og þjónustu verið byggður upp í Skagafirði.
Þá lýsir byggðaráð furðu sinni á því að ekki hafi verið látið reyna á nýjan samning, á milli þeirra sveitarfélaga sem lýst höfðu áhuga sínum á að halda samstarfinu áfram, á svipuðum forsendum og verið hefur. Blönduósbær mun leita leiðbeininga og álits Félagsmálaráðuneytis, vegna faglegrar umgjarðar á þjónustu við fatlað fólk á svæðinu og einnig til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fjárhagslegar forsendur málsins.


9.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Þátttakendur í degi um fórnarlömb umferðarslysa

1909011

Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er varðar þátttakendur í degi um fórnarlömb umferðarslysa.
Lagt fram til kynningar.

10.SSNV - Fundargerð 47.fundar stjórnar, 3.september 2019

1909005

Fundargerð 47. fundar stjórnar SSNV.
Lögð fram til kynningar.

11.Framkvæmdaráð um sameiningu sveitarfélaga í Austur - Húnavatnssýslu. Fundargerð 12.06.2019

1908029

Fundargerð framkvæmdaráðs um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu dags. 12.06.2019.
Lögð fram til kynningar.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 873. fundar

1909009

Fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar.

13.Veiðifélag Blöndu og Svartár - Fundargerðir

1909012

Fundargerðir stjórnar frá 22.08.2019 og 27.08.2019 ásamt fundargerðar almenns félagsfundar 28.08.2019.
Lagðar fram til kynningar.

14.Þjónusturáð - þjónustu við fatlað fólks á Norðurlandi vestra

1909014

Fundargerð 13. fundar Þjónusturáðs frá 10. september 2019.
Lögð fram til kynningar.

15.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundarboð

1909017

Almennur fundur veiðifélags Blöndu og Svartár verður haldinn mánudagskvöldið 23. september 2019 kl.20:30.
Byggðaráð samþykkir að Guðmundur H. Jakobsson fari með þau atkvæði sem tilheyra Blönduósbæ.

Fundi slitið - kl. 22:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?