135. fundur 21. mars 2019 kl. 12:00 - 13:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Ógn sjókvíaeldis við villta laxastofna

1903022

Erindi frá Veiðifélögum Víðidals-, og Vatnsdalsár, þar sem meðal annars er óskað eftir fundi með sveitarstjórn og opinberri afstöðu sveitarfélagsins. Sveitarfélögin Blönduósbær, Húnavatnshreppur og Húnaþing vestra, munu funda með fulltrúum veiðifélaganna, föstudaginn 22. mars, í Félagsheimilinu Víðihlíð, kl 14:00, þar sem farið verður yfir öll sjónarmið í málinu.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - bókun stjórnar sambandsins vegna áforma um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

1903023

Byggðaráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna áforma um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélga komi hún til framkvæmda.

3.Móttaka flóttafólks

1509005

Valdimar O. Hermansson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning móttöku flóttafólks. Borist hefur listi um samsetningu fjölskyldna, fjórar fjölskyldur samtals 21 einstaklingur. Einnig er verið að vinna í öflun húsnæðis fyrir þessar fjölskyldur.

4.Styrkbeiðni frá foreldrafélagi Blönduskóla

1903024

Byggðaráð samþykkir styrk að upphæð 45.000 kr., vegna fræðslu um samkipti ungs fólks. Færist af lið 0481-9991

5.Ferðamálafulltrúi A-Hún

1903025

Þórdís Rúnarsdóttir ferðamálafulltrúi A- Hún hefur sagt upp störfum frá og með 30. apríl. Verið er að skoða með fyrirkomulag starfsins til framtíðar.

6.Húnavatnshreppur - fundargerð 214. fundar sveitarstjórnar 27. febrúar 2019

1903008

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?