Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður Byggðaráðs, óskaði eftir í byrjun fundar að bæta við einu máli á dagskrá, sem verður mál nr. 8.
1.Lóðamál
1901004
Þorgils Magnússon skipulags- og byggingarfulltrúi mætti undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu lóða sem úthlutað hefur verið.
Eftir umræður um málið var eftirfarandi ákveðið:
Byggingarfulltrúa falið að skrifa bréf til þeirra sem hafa fengið úthlutaðar lóðir með ítrekun á tímafresti.
Þorgils vék af fundi kl. 18:00
Eftir umræður um málið var eftirfarandi ákveðið:
Byggingarfulltrúa falið að skrifa bréf til þeirra sem hafa fengið úthlutaðar lóðir með ítrekun á tímafresti.
Þorgils vék af fundi kl. 18:00
2.Um smíðakennslu í Blönduskóla
1901001
Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem spurst er fyrir um stöðu mála um smíðakennslu í Blönduskóla, vísað er til fyrirspurnar um sama efni frá 5. október 2017 og svör við þeirri fyrirspurn.
Sveitarstjóra var falið að svara erindinu með vísan til núverandi stöðu og fyriráætlana um smíðakennslu á þessu ári.
Sveitarstjóra var falið að svara erindinu með vísan til núverandi stöðu og fyriráætlana um smíðakennslu á þessu ári.
3.Ósk um kaup á beitarhólfi
1901002
Ósk frá Gísla Garðarssyni um kaup á beitarhólfi 213-7319.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að kaupa beitarhólfið á því viðmiðunarverði sem liggur fyrir fundinum.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að kaupa beitarhólfið á því viðmiðunarverði sem liggur fyrir fundinum.
4.Umhverfisstofnun - Ósk um að sveitarfélagið Blönduósbær tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd
1901003
Í erindinu er vísað til laga 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Byggðaráð tilnefnir: Birnu Ágústsdóttur sem fulltrúa í vatnasvæðanefnd umhverfisstofnunar.
Byggðaráð tilnefnir: Birnu Ágústsdóttur sem fulltrúa í vatnasvæðanefnd umhverfisstofnunar.
5.Móttaka flóttafólks
1509005
Erindi frá Velferðarráðuneytinu frá 11. desember 2018, þar sem góðfúslega er farið á leit við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti sýrlensku flóttafólki, um 25 einstaklingum á árinu 2019. Í móttöku felst meðal annars að útvega fólkinu húsnæði til leigu og veita því nauðsynlega þjónustu og aðstoð í eitt ár frá komu þess til landsins. Gerður yrði samningur milli velferðarráðuneytisins/félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélagsins þar að lútandi.
Vísað er í afgreiðslu byggðaráðs 5.12.2018 og fyrirvara þar að lútandi.
Sveitarstjóra falið að svara erindi á grunvelli umræðna á fundinum og óska eftir nánari upplýsingum.
Vísað er í afgreiðslu byggðaráðs 5.12.2018 og fyrirvara þar að lútandi.
Sveitarstjóra falið að svara erindi á grunvelli umræðna á fundinum og óska eftir nánari upplýsingum.
6.Fjárhagsáætlun 2020
1901005
Á grundvelli fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2019 hefur sveitarstjóri og aðalbókari tekið saman minnisblað með tillögu að vinnufyrirkomulagi fyrir næstu fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020.
7.Erindi frá Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Afskriftabeiðni
1810036
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vesta óskar eftir afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum að upphæð 82.621 kr.
Bókun færð í trúnaðarbók.
Bókun færð í trúnaðarbók.
8.Íbúð á sölu - Garðabyggð 16A
1901006
Byggðaráð felur sveitarstjóra að fá verðmat á fasteignina og setja íbúðina í söluferli.
Fundi slitið - kl. 18:46.